Skrofa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Puffinus puffinus

Lýsing

Skrofan er af pípunefjaætt. Hún er svartgrá að ofan en hvít að neðan og ber á gráum rákum á dökka litnum og gráum kámum á þeim hvíta. Goggurinn er tvílitur með svarta nögl. Efri skoltur er mósvartur með tvískiptar nasapípur, en sá neðri er bláleitur. Skrofan er 30-38 cm.löng og vegur um 300-500 grömm. Vænghaf fuglsins er 75-90 cm.

Fæða

Skrofan lifir á uppsjávarfiskum. Húnn kemur á land um nætur og heldur þá til í björgum og eyjum. Annars er skrofan mikill sjófugl.

Lífsferill

Skrofan velur sér maka til frambúðar, pörin eru mikið saman yfir varptímann, en fara svo hvort frá öðru þangað til vorar á ný og þau hittast aftur. Varptími skrofu er í maí og verpir hún einu eggi. Útungunin tekur um 7-8 vikur og þolir eggið langtíma kælingu á öllum fósturstigum. Eggjaskurnið er hvítt. Unginn er yfirgefinn u.þ.b. 10 dögum áður en hann verður fleygur. Fuglinn ferðast um Atlantshaf í 5-6 ár áður en hann leitar sér að ævifélaga.

Nytjar

Skrofan var etin hér áður fyrr en nú til dags er hún alfriðuð og nær sú friðun einnig til eggja og unga. Um 6000 fuglar verpa í Ystakletti í Vestmannaeyjum.