Hvítmáfur

From Heimaslóð
(Redirected from Hvítmávur)
Jump to navigation Jump to search
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Hvítmávur er af mávaætt, hann er staðfugl. Fullorðinn hvítmáfur er stór fugl og að mestu hvítur en ljósgrár á baki og ofan á vængjum en vængbroddar eru hvítir. Hann hefur bleika eða ljósbrúna fætur og gulan gogg með rauðan blett á neðri skolti. Ungfuglinn er brúnflekkóttur og goggurinn er bleikur með svartan brodd.

Hvítmávur er 60-70 cm að lengd og hann vegur um eitt og hálft kíló. Vænghaf fuglsins er 150-165 cm.

Fuglinn lifir á ýmsum lindýrum í fjörunni krabbadýrum, kræklingi, sandsíli, ígulkerjum, fiski, fiskúrgangi og er hann einnig hinn versti eggjaþjófur. Hvítmáfurinn heldur sig mest í klettum, bröttum og í grasgrónum hlíðum niðri við sjóinn.

Aðalheimkynni fuglsins eru á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, eitthvað hefur þó sést til hans við Faxaflóa og við Vestmannaeyjar. Hvítmávskarlar biðla til kvenfuglsins með því að æla til hans æti. Einkvæni ríkir í hjúskap þessarar mávategundar og talið er að makatryggð sé mikil. Hvítmávur á þrjú egg og situr á þeim í tæpan mánuð. Unginn dvelur í hreiðrinu um einn og hálfan mánuð. Hvítmávur er ekki algengur í Vestmannaeyjum en hér hafa þó sést nokkur hreiður.