Kjói

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Kjóa svipar til máva í vexti og er hann miðlungs stór. Fullorðinn kjói vegur um 350- 450 grömm. Kjóinn hefur tvö litaafbrigði sem eru ekki tengd við kyn eða aldur. Það eru annars vegar aldökkir kjóar og hins vegar skjóttir kjóar. Aldökki kjóinn er í sumarbúningi dökkbrúnn að ofan en mun ljósari að neðan. Á höfði þeirra er svört hetta sem nær niður að augum og aftur að hnakka. Skjótti kjóinn er í sumarbúningi hvítur að neðan og með hvítan eða gulhvítan hálskraga. Á stélfjöðrum er fuglinn grábrúnn. Það sem einkennir þennan fugl er stélið en tvær miðfjaðrir þess eru miklu lengri en hinar fjaðrirnar.