Skúmur

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Skúmur (Stercorarius skua)

  • Lengd: 53-60 cm.
  • Fluglag: Er kröftugur flugfugl og ótrúlega fimur þrátt fyrir þyngslalegan vöxtinn. Hann minnir um margt á ránfugl og ræðst á aðra fugla, jafnvel þótt þeir séu stærri en hann sjálfur.
  • Fæða: Étur nánast hvað sem er, meðal annars hræ og ýmsan úrgang, en fiskur er uppistaðan í fæðu hans. Mikið er um að skúmurinn komi til Vestmannaeyja til að ná sér í fugl og er lundi í uppáhaldi. Skúmurinn drekkir lundapysjum með því að slá þeim í kaf aftur og aftur.
  • Varpstöðvar: Skúmurinn er úthafsfugl utan varptíma, en verpir einkum á grónum söndum nálægt sjó. Hann verpir ekki við Vestmannaeyjar en sá skúmur sem er við Vestmannaeyjar verpir á Landeyjasandi.
  • Hreiður: Verpir í grunna laut, oftast í dreifðum byggðum, en utan varptímans er hann yfirleitt einn síns liðs.
  • Egg: Oftast tvö, frá ljósgráu og grænleitu yfir í rauðbrúnt, með dökkum flikrum.
  • Heimkynni: Meirihluti Norður-Atlantshafsstofnsins verpir á Íslandi og Hjaltlandi, en annars eru aðalheimkynni tegundarinnar í Suður-Íshafi.