Haraldur Guðmundsson (tónlistarmaður)
Haraldur Kristinn Guðmundsson frá Vilborgarstöðum, prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, prentsmiðjustjóri fæddist þar 30. júlí 1922 og lést 29. nóvember 1981.
Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, útvegsbóndi, bátsformaður á Vilborgarstöðum, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík, f. 9. janúar 1883, d. 8. apríl 1969, og kona hans Oddný Elín Jónasdóttir frá Bakka á Álftanesi, húsfreyja, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967.
Börn Oddnýjar og Guðmundar:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson málari í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, prentsmiðjustjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.
Haraldur var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum í æsku og enn 1927, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1930 og bjó með þeim á Barónsstíg 18 á því ári.
Hann nam prentiðnað og tónlist.
Hann stofnaði Mandólínhljómsveit Reykjavíkur, sem starfaði um sex ára skeið og lék með hljómsveit Björns R. Einarssonar. Einnig stjórnaði hann Lúðrasveit Verkalýðsins.
Þau Lilja Gréta giftu sig 1943, fluttust til Eyja 1949, bjuggu í Litla-Bergholti. Í Eyjum vann Haraldur að iðn sinni og kenndi tónlist. Hann stofnað hljómsveitina HG-sextettinn, sem lék fyrir dansleikjum.
Eftir þrjú ár í Eyjum fluttust þau til Neskaupstaðar og þar stjórnaði Haraldur prentsmiðjunni Nesprent og var driffjöður í tónlistariðkun, varð skólastjóri við Tónlistarskólanum í Neskaupstað, er hann var stofnaður.
Þau bjuggu síðast á Þiljuvöllum 36.
Haraldur lést 1981 og Lilja Gréta 2005.
I. Kona Haraldar, (1943), var Lilja Gréta Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922, d. 22. september 2005.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Haraldsson prentari, prentsmiðjustjóri, bjó í Neskaupstað, f. 18. júlí 1941, d. 2. desember 2017. Kona hans Sigrún Geirsdóttir, f. 16. ágúst 1943.
2. Þuríður Margrét Haraldsdóttir býr á Egilsstöðum, f. 1. desember 1943. Barnsfeður Guðmundur Þorleifsson og Þorsteinn Erlingsson. Fyrrum eiginmaður Lúðvík Vignir Ingvarsson.
3. Hlöðver Smári Haraldsson prentsmiður, bjó í Hafnarfirði, f. 7. október 1950, d. 2. júlí 2021 í Danmörku. Fyrri kona Unnur Inga Karlsdóttir. Síðari kona Ólöf Björg Guðmundsdóttir.
4. Matthildur Rós Haraldsdóttir býr í Garðabæ, f. 9. júlí 1954. Maður hennar Karl Sigfús Hálfdánarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 5. desember 1981. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Þorgils Jónasson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.