Sólveig Jakobína Pétursdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sólveig Jakobína Pétursdóttir.

Sólveig Jakobína Pétursdóttir frá Lambafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 8. janúar 1917 og lést 30. maí 2009 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Pétur Hróbjartsson bóndi, f. 21. nóvember 1874, d. 7. desember 1941, og Steinunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1875, d. 5. desember 1962.

Börn Péturs og Steinunnar í Eyjum:
1. Hallgrímur Pétursson verkamaður, f. 6. apríl 1906, d. 24. júlí 1958.
2. Guðjón Pétursson, f. 18. júní 1915, d. 14. október 1968.
3. Sólveig Jakobína Pétursdóttir, f. 8. janúar 1917, d. 30. maí 2009.

Föðursystkini Sólveigar í Eyjum voru :
1. Valgerður Hróbjartsdóttir í Skuld, f. 11. október 1876, d. 18. febrúar 1970.
2. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja á Lyngbergi, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
3. Sigurður Hróbjartsson útgerðarmaður á Litlalandi við Kirkjuveg 59, f. 8. september 1883, d. 10. febrúar 1931.
4. Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi við Faxastíg 19, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.

Sólveig var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Páll giftu sig 1939, fluttu til Eyja 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Goðafelli við Hvítingaveg 3, en síðar á Landamótum við Vesturveg 3. Þau fluttu að Hólagötu 12 1950 og bjuggu þar síðan.
Páll lést 1999. Sólveig bjó ein til 2001, en flutti þá í Hraunbúðir. Hún lést 2009.

I. Maður Sólveigar Jakobínu, (10. júní 1939), var Páll Jónsson frá Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, sjómaður, f. 9. nóvember 1903, d. 4. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Steinunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1940. Maður hennar Arnfinnur Friðriksson, látinn.
2. Sigurjón Pálsson, f. 24. september 1946. Barnsmóðir hans Gíslína Magnúsdóttir. Barnsmóðir Svanhildur Jónsdóttir. Fyrrum kona hans Wilaiwan Saithong.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.