Sigríður Hróbjartsdóttir (Lyngbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður og Magnús.

Sigríður Hróbjartsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Bergholti, á Lyngbergi og síðast í Hljómskálanum fæddist 4. apríl 1882 á Rauðafelli og lést 15. apríl 1953.
Foreldrar hennar voru Hróbjartur Pétursson bóndi á Rauðafelli, f. 2. október 1849, d. 11. janúar 1910, og kona hans Sólveig Pálsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1848, d. 12. október 1921.

Börn Sólveigar og Hróbjarts í Eyjum:
1. Valgerður Hróbjartsdóttir í Skuld, f. 11. október 1876, d. 18. febrúar 1970.
2. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja á Lyngbergi, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
3. Sigurður Hróbjartsson útgerðarmaður á Litlalandi við Kirkjuveg 59, f. 8. september 1883, d. 10. febrúar 1931.
4. Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi við Faxastíg 19, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.

Sigríður var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en var niðursetningur í Selkoti u. Eyjafjöllum 1887, var hjú á Rauðafelli þar 1901.
Þau Magnús giftu sig 1906, eignuðust sex börn, misstu tvö þeirra ung. Þau fóstruðu eitt barn.
Hjónin bjuggu í Norðurhjáleigu 1908-1911.
Þau Magnús ætluðu til Ameríku, var snúið við í Englandi vegna ætlaðs augnsjúkdóms hjá Magnúsi, sjúkdóms, sem aldrei síðan gerði vart við sig. Þau áttu heimili í Reykjavík 1911-1913, er þau fluttu til Eyja.
Þau byggðu Bergholt við Vestmannabraut og bjuggu þar 1913-1932, á Lyngbergi frá 1932 uns þau fluttu í Hljómskálann við Hvítingaveg 10 og þar bjuggu þau síðan.
Sigríður lést 1953.
Magnús flutti til Reykjavíkur 1966. Hann lést 1974.

Maður Sigríðar, (26. júní 1906), var Magnús Magnússon bóndi, trésmiður, síðar garðyrkjumaður, f. 4. febrúar 1881 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu, d. 30. apríl 1974 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Fósturdóttir hjónanna var
7. Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari, organisti í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 1. júní 1925, d. 11. febrúar 2016.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.