Sigurjón Pálsson (Hólagötu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurjón Pálsson frá Hólagötu 12, sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, umsjónarmaður fæddist 24. september 1946 á Landamótum.
Foreldrar hans voru Páll Jónsson sjómaður, f. 9. nóvember 1903, d. 4. janúar 1999, og kona hans Sólveig Jakobína Pétursdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1917, d. 30. maí 2009.

Börn Sólveigar og Páls:
1. Steinunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1940. Maður hennar Arnfinnur Friðriksson, látinn.
2. Sigurjón Pálsson sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, umsjónarmaður, f. 24. september 1946. Barnsmóðir hans Gíslína Magnúsdóttir. Barnsmóðir Svanhildur Jónsdóttir. Fyrrum kona hans Wilaiwan Saithong.

Sigurjón var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim á Landamótum við Vesturveg 3 og á Hólagötu 12 .
Að loknu skyldunámi varð hann sjómaður, matsveinn. Hann flutti til Kópavogs 1987, vann 4 ár í Hagkaupum í Kringlunni, einkum við matargerð.
Hann var útgerðarmaður með fimm öðrum í Eyjum árin 2000-2002, gerðu út Sæfaxa VE 30 og veiddu skötusel. Sú útgerð bar sig ekki eftir kvótasetningu 2002.
Sigurjón bjó á Sóleyjargötu 3, Dverghamri 9 og Brimhólabraut 35.
Eftir flutning til Selfoss 2002 varð hann umsjónarmaður hjá bæjarfélaginu í 13 ár.
Hann eignaðist barn með Gíslínu 1973, með Svanhildi 1977.
Þau Wiaiwan giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu. Þau bjuggu í Kópavogi í tæpt ár, fluttu til Eyja og bjuggu þar á Brimhólabraut 35, Sigurjón ættleiddi barn hennar.

I. Kona Sigurjóns, (skildu), er Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. mars 1953.
Barn þeirra:
1. Magnús Páll Sigurjónsson lögregluþjónn á Selfossi, f. 6. nóvember 1973. Fyrrum sambúðarkona hans Linda Björk Ólafsdóttir Tryggvasonar. Kona hans Elísabet Agnes Sverrisdóttir.

II. Barnsmóðir Sigurjóns er Svanhildur Jónsdóttir frá Stykkishólmi, sjúkraliði, f. 16. desember 1955.
Barn þeirra:
2. Jóhann Örn Sigurjónsson trésmíðameistari, kafari, bátsmaður, nú þingvörður, f. 2. september 1977. Kona hans Hildur Hilmarsdóttir.

III. Kona Sigurjóns, skildu, er Wilaiwan Saithong húsfreyja, f. 30. maí 1964, d. 1. janúar 2020.
Barn þeirra:
3. Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, rekur matsöluna Vefjuna á Selfossi, f. 14. janúar 1993. Maður hennar Reynir Bergmann.
Sonur Wilaiwans og kjörsonur Sigurjóns:
4. Kristján Sigurjónsson Saithong.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.