Skuld
Fara í flakk
Fara í leit
Húsið Skuld stóð við Vestmannabraut 40. Stefán Björnsson og Sigurður Oddsson, báðir formenn, reistu húsið árið 1908 og gáfu því nafn. Nafnið tengist því að þeir félagar þóttust skulda peninga við byggingu hússins. Þeir bjuggu í sínum hvorum enda hússins ásamt fjölskyldum og undu vel. Síðar bjó þar Jónas Sigurðsson.
Húsið var rifið vegna skipulagsbreytinga og gatnagerðar 18. nóvember 1972, en ætlunin var að lengja Skólaveginn niður að höfn.
Annað hús, nokkru nýlegra, heitir Skuld. Það er við Smáragötu 11. Þar býr Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari, sem er ættaður frá Skuld og flutti hann nafnið af gamla húsinu yfir á hús sitt.
Heimildir
- Vestmannabraut. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.