Arnfinnur Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Arnfinnur Friðriksson.

Arnfinnur Friðriksson frá Dalvík, bifreiðastjóri, ökukennari fæddist þar 22. ágúst 1939 og lést 18. ágúst 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Friðrik Þorbergur Sigurjónsson bifreiðastjóri, sjómaður f. 23. júní 1915, d. 16. júlí 1951 og kona hans Þórlaug Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 8. október 1918, d. 4. nóvember 2007.
Arnfinnur ólst upp frá unga aldri hjá ömmusystur sinni Þóru Magnúsdóttur og föðursystur sinni Hallfríði og Páli Sigurðssyni manni hennar.

Arnfinnur sótti vertíð í Eyjum 16 ára gamall.
Hann vann ýmis störf í Eyjum, en lengst var hann bifreiðastjóri hjá Skeljungi.
Arnfinnur lék í hljómsveitinni Eyjamenn, en síðustu árin var hann í Blítt og létt-hópnum, en þeir félagar voru útnefndir bæjarlistamenn í Eyjum 2015-2016.
Þau Steinunn giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólagötu 12, síðan á Strembugötu 29.
Arnfinnur lést 2018.

I. Kona Arnfinns, (29. ágúst 1958), er Steinunn Pálsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 17. febrúar 1940 á Lambafelli u. Eyjafjöllum.
Börn þeirra:
1. Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir, f. 7. maí 1959. Maður hennar Guðmundur Jóhann Gíslason.
2. Friðrik Páll Arnfinnsson, f. 26. febrúar 1970. Kona hans Ragnheiður Vala Arnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. september 2018. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.