Páll Jónsson (Hólagötu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Páll Jónsson.

Páll Jónsson frá Efriholtum undir Vestur Eyjafjöllum, sjómaður fæddist þar 9. nóvember 1903 og lést 4. janúar 1999.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson bóndi, f. 8. maí 1872 á Fit u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. febrúar 1930 og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júní 1877 í Eyvindarhólasókn, d. 26. desember 1965.

Börn Þorbjargar og Jóns - í Eyjum:
1. Páll Jónsson verkamaður, f. 9. nóvember 1903, d. 4. janúar 1999.
2. Þórarinn Jónsson í Mjölni, f. 5. maí 1905, d. 8. ágúst 1959.
3. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.
4. Einar Jónsson sjómaður, 26. október 1914, d. 24. febrúar 1990.
5. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1916, d. 13. janúar 2012.

Páll var með foreldrum sínum í æsku, í Efriholtum og Ásólfsskála.
Hann stundaði snemma sjó, 14 ára reri hann á árabáti við Sandinn, fór fyrst til Eyja 1921 og var fjórar vertíðir í aðgerð hjá Ólafi Ísleifssyni. Hann hóf róðra á Gissuri hvíta og reri á honum samfellt 17 vertíðir með Alexander Gíslasyni, en réri samtals 21 vertíð með Alexander. Árið 1948 reri hann á Gísla Johnsen, 1949 á Hilmi, 1950 með Steina á Kirkjulandi og 1952 á Jötni. Sú var síðasta vertíð hans til sjós. Hóf hann síðan störf í Fiskiðjunni og starfaði þar fram yfir áttrætt.
Páll var virkur félagi í Félagi eldri borgara og einn af stofnendum þess.
Þau Sólveig Jakobína giftu sig 1939, fluttu til Eyja 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Goðafelli við Hvítingaveg 3, en síðar á Landamótum við Vesturveg 3. Þau fluttu að Hólagötu 12 1950 og bjuggu þar síðan.
Páll lést 1999 og Sólveig 2009.

I. Kona Páls, (10. júní 1939), var Sólveig Jakobína Pétursdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1917 á Lambafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 2009.
Börn þeirra:
1. Steinunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1940. Maður hennar Arnfinnur Friðriksson, látinn.
2. Sigurjón Pálsson sjómaður, matsveinn, úgerðarmaður, umsjónarmaður, f. 24. september 1946. Barnsmóðir hans Gíslína Magnúsdóttir. Barnsmóðir Svanhildur Jónsdóttir. Fyrrum kona hans Wilaiwan Saithong.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.