Steinunn Pálsdóttir (Hólagötu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Steinunn Pálsdóttir frá Lambafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona fæddist þar 17. febrúar 1940.
Foreldrar hennar voru Páll Jónsson sjómaður, f. 9. nóvember 1903 á Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 5. janúar 1999, og kona hans Solveig Jakobína Pétursdóttir, f. 8. janúar 1917 á Lambafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 2009.

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku, undir Eyjafjöllum, fluttist með þeim til Eyja á fyrsta ári sínu, var með þeim á Goðafelli við Hvítingaveg 3 1940, Landamótum við Vesturveg 3A 1945, Hólagötu 12 1949.
Hún vann verkakvennavinnu.
Þau Arnfinnur giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólagötu 12, síðar á Strembugötu 29.
Arnfinnur lést 2018.

I. Maður Steinunnar, (29. ágúst 1959), var Arnfinnur Friðriksson frá Dalvík, bifreiðastjóri, ökukennari, f. 22. ágúst 1939, d. 18. ágúst 2018.
Börn þeirra:
1. Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1959. Maður hennar Guðmundur Jóhann Gíslason.
2. Friðrik Páll Arnfinnsson, f. 26. febrúar 1970. Kona hans Ragnheiður Vala Arnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. september 2018. Minning Arnfinns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.