Sílamáfur
Fara í flakk
Fara í leit
Sjófuglar |
---|
Vaðfuglar |
Mávar, kjóar, þernur |
Andfuglar |
Spörfuglar |
Annað |
Útdauðir fuglar |
Sílamávur (Larus fuscus)
- Stærð: Sílamávurinn er um 58 cm, um 0,8 kg að þyngd og vænghaf er 1,4 metrar.
- Fæða: Sílamáfvar lifa á fiskmeti, hræjum, úrgangi, skordýrum, ánamöðkum, sílum og einnig eru þeir eggja- og ungaþjófar.
- Varpstöðvar: Varpland þeirra er við sjó eða inni í landi þar sem yfirleitt eru sléttir móar, melar, sandar eða hraun. Sílamávurinn er frekar félagslyndur fugl utan varptíma, en á varptímanum er hann það alls ekki, ekki einu sinni við fugla sömu tegundar.
- Hreiður: Hreiðrið er oftast í lautum, klætt með sinu eða mosa og hjálpast hjónin að við að búa til hreiðrið og gæta eggja og unga.
- Egg: Þeir verpa oftast 3 eggjum í júní/júlí og er ásetutíminn um einn mánuður. Útlit eggjaskurnsins er mosagrænt eða rauðbrúnleitt en oftast grá- og brúnröndótt.
- Aðrar upplýsingar: Sílamávurinn er af mávaætt. Hann er dökksteingrár á baki og vængjum, vængbroddarnir eru dekkri en vængirnir. Hjúskapur þeirra en einkvæni, karlfuglinn finnur sér maka með því að finna sér góðan varpstað, helga sér það og bjóða svo tilvonandi maka til sín líkt og silfurmávurinn gerir. Unginn er í hreiðrinu í 30-40 daga, en verður svo fleygur á rúmum mánuði. Sílamáfurinn verður kynþroska 3-6 ára gamall.