Ritverk Árna Árnasonar/Hjálmar Eiríksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjálmar Eiríksson.

Kynning.
Hjálmar Eiríksson skrifstofumaður frá Vegamótum, fæddist 25. janúar 1900 og lést 18. ágúst 1940.
Hann var sonur Eiríks barnakennara á Vegamótum, f. 11. ágúst 1856, d. 5. apríl 1931, Hjálmarssonar bónda á Ketilsstöðum í Mýrdal og á Efri-Rotum undir Eyjafjöllum, f. um 1829, d. 1903, Eiríkssonar, og konu Eiríks kennara, Sigurbjargar Rannveigar Pétursdóttur, f. 25. nóvember 1864, d. 28. október 1946, af Suðurnesjum, Ólafssonar.

Föðursystkini Hjálmars voru m.a. þessi:
1. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar, fædd 13. ágúst 1853 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 15. janúar 1938 í Skammadal þar.
2. Þorgerður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 4. júní 1855 á Ketilsstöðum, d. 2. mars 1939 í Eyjum, kona Jóns Gunnsteinssonar bónda.
3. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950. Sambýlismaður hennar var Sigurður Sigmundsson frá Kotströnd í Ölfusi, verkamaður í Reykjavík.
4. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, f. 12. apríl 1879 á Efri-Rotum, d. 23. september 1928 í Eyjum, kona Guðmundar Þórðarsonar vélstjóra og útgerðarmanns.
5. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri, f. 13. október 1880 á Efri-Rotum, d. 6. apríl 1876. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja og Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja.
6. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum, d. 15. ágúst 1937, kona Ólafs Guðmundssonar verkamanns.

I. Kona Hjálmars, (11. ágúst 1922), var Jóna Kristinsdóttir ljósmóðir ættuð af Norðurlandi, f. 21. desember 1895, d. 27. október 1975.

Börn Jónu og Hjálmars:
1. Sigurbjörg deildarritari, f. 2. apríl 1923 á Vegamótum, d. 1. maí 2010, gift Viggó Einarssyni flugvirkja.
2. Eiríkur skrifstofustjóri, f. 4. júlí 1924 á Stað, d. 5. september 1971, kvæntur Hlíf Erlendsdóttur frá Keflavík, látin.
3. Helga Ágústa aðalgjaldkeri á skrifstofu Ríkisspítalanna, f. 2. júlí 1927 á Heiðarbýli við Brekastíg 6, d. 7. júlí 2004, gift Árna Friðjónssyni skrifstofumanni.
4. Anna skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 16. desember 1929 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, gift Kristleifi Einarssyni eftirlitsmanni hjá Íslenzka Álfélaginu í Straumsvík.
5. Ása gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun Ríkisins, f. 4. maí 1931 á Kalmanstjörn, d. 1. mars 2011, gift Hauki Ingimarssyni bifreiðasmið.
6. Fríða Kristbjörg læknaritari á Landspítalanum, f. 4. febrúar 1935 á Faxastíg2, d. 23. september 2021, gift (skildu) Birgi Matthíasi Indriðasyni matsveini í Reykjavík.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Hjálmar sálugi, í þrem orðum sagt, var hvers manns hugljúfi. Hann var maður í hærra lagi, ljóshærður og bjartur yfirlitum, en beinaber og magur í andliti. Hann hafði ljósblá augu og hreinan svip. Hann var herðabreiður og niðurmjór sem títt er um sterka menn, lipur í öllum hreyfingum og snar og fylginn sér. Hann var söngvinn vel og músíkfróður og spilaði mæta vel á mörg hljóðfæri.
Aðallífsstarf Hjálmars voru skrifstofustörf hjá ýmsum fyrirtækjum, en lengst var hann hjá Hf. Fram.
Hjálmar var ágætur lundaveiðimaður og mjög góður félagi, enda eftirsóttur í úteyjafélög vegna þessara mannkosta. Hann var í Álsey, Suðurey og Bjarnarey, - hvers manns hugljúfi.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Hjálmar Eiríksson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.