Þorgerður Hjálmarsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorgerður Þórdís Hjálmarsdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 4. júní 1855 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 2. mars 1939.
Faðir hennar var Hjálmar bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal og í Efri-Rotum undir Eyjafjöllum, f. 17. júlí 1829, d. 31. ágúst 1903, Eiríksson bónda á Ketilsstöðum, f. 1795 á Leirum u. Eyjafjöllum, Jónssonar bónda á Hrútafelli þar, f. 1769 í Pétursey í Mýrdal, d. 30. apríl 1834 á Hrútafelli, Eiríkssonar, og konu Jóns á Hrútafelli, Sigríðar húsfreyju, f. 1769 á Raufarfelli þar, Bjarnadóttur.

Móðir Hjálmars á Ketilsstöðum og síðari kona Eiríks bónda þar var Elín húsfreyja, f. 23. júlí 1801 á Brekkum í Mýrdal, d. 6. janúar 1883 á Ketilsstöðum, Sveinsdóttir bónda, síðast í Hryggjum í Álftaveri, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt í Mýrdal, Eyjólfssonar, og konu Sveins í Hryggjum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1834 á Skeiðflöt, Þórðardóttur prests í Kálfholti Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, síðar á Felli í Mýrdal.

Móðir Þórunnar og fyrri kona Hjálmars á Ketilsstöðum var Guðrún húsfreyja, f. 1823 á Flögu í Skaftártungu, d. 31. ágúst 1860 á Fögruvöllum, Jónsdóttir bónda á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 1797 á Flögu í Skaftártungu, d. 28. nóvember 1847 í snjóflóði, Þorlákssonar bónda á Flögu 1796-1824, síðan vinnumanns og smiðs víða, f. 17. febrúar 1776 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 23. september 1839 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, Jónssonar, og konu Þorláks, Elínar húsfreyju, f. 1771 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 21. september 1844 á Litlu-Heiði í Mýrdal, Loftsdóttur.

Móðir Guðrúnar húsfreyju á Ketilsstöðum og fyrri kona Jóns Þorlákssonar var Þorgerður húsfreyja, f. 1798 á Ytri-Ásum, d. 28. febrúar 1827 á Svartanúpi í Skaftártungu, Bjarnadóttir bónda, síðast á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1755 á Ytra-Hrauni í Landbroti, d. 27. júlí 1821 á Borgarfelli, Gunnsteinssonar, og konu Bjarna á Borgarfelli, Guðrúnar húsfreyju, f. 1754 á Hunkubökkum á Síðu, d. 25. febrúar 1827 á Borgarfelli, Steinsdóttur.

I. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Guðrúnar Jónsdóttur fyrri konu hans í Eyjum:
1. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum.
2. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar.
3. Þorgerður í Dölum húsfreyja í Dölum, kona Jóns Gunnsteinssonar.
II. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Kristínar Sveinsdóttur síðari konu hans:
4. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950.
5. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, kona Guðmundar Þórðarsonar.
6. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
III. Barn Hjálmars Eiríkssonar og Ingibjargar Gísladóttur, síðar húsfreyju í Oddakoti í A-Landeyjum:
6. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, kona Ólafs Guðmundssonar.
IV. Hálfsystir Hjálmars á Ketilsstöðum og í Efri-Rotum og föðursystir þessarra Hjálmarsbarna var
7. Sigríður Eiríksdóttir langamma Árna Árnasonar símritara og þeirra systkina og amma Kristins Sigurðssonar á Eystri-Löndum.

Þorgerður missti móður sína 5 ára gömul 1860. Hún var í fóstri á ýsum bæjum í Mýrdal til ársins 1868, er hún fór til föður síns. Hún var vinnukona í Árkvörn í Fljótshlíð 1880.
Þau Jón giftust 1883 og Þorgerður varð húsfreyja á Bólstað í Mýrdal 1883-1904, er þau Jón fluttust til Eyja og bjuggu í Dölum.

Maður Þorgerðar Þórdísar í Dölum var Jón Gunnsteinsson bóndi í Dölum, f. 10. desmber 1844, d. 19. júlí 1924. Hæún var síðari kona hans.
Börn Þorgerðar og Jóns voru:
1. Halldór Jónsson, f. 24. maí 1884, d. 30. maí 1884.
2. Halldór Jónsson, f. 26. júlí 1885, d. 6. ágúst 1885.
3. Halla húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1918, gift fyrr, (skildu), Brynjólfi Stefánssyni kaupmanni, f. 14. febrúar 1881, d. 18. desember 1947. Síðari maður hennar var Guðlaugur Brynjólfsson formaður og útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972. Halla var fyrri kona hans.
4. Kristján sjómaður, f. 12. apríl 1888, d. 21. mars 1922, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 29. mars 1890, d. 25. desember 1985. Kristján tók út af Sigríði VE-240 fyrir innan Eyjar.
5. Sveinbjörn rafstöðvarstjóri, f. 16. mars 1889, d. 6. apríl 1930, kvæntur Tómasínu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 22. júlí 1889, d. 6. október 1941.
6. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1890, d. 14. janúar 1891.
7. Matthías Guðlaugur Jónsson klæðskeri, f. 15. nóvember 1892, d. 25. janúar 1977, kvæntur Unni Pálsdóttur forstöðukonu, f. 3. mars 1911, d. 12. maí 2000.
8. Vilhjálmur Jónsson rafstöðvarstjóri, f. 23. janúar 1893, d. 15. júlí 1971. Hann var kvæntur Nikólínu Jónsdóttur húsfreyju og leiklistarkonu, f. 15. júlí 1900, d. 15. ágúst 1958.
9. Þorgerður Guðrún húsfreyja, f. 6. maí 1895, d. 5. febrúar 1933, gift Gunnlaugi Ásmundssyni, f. 19. apríl 1885, d. 19. febrúar 1951.
10. Vilborg Ragnhildur Jónsdóttir, f. 13 febrúar 1897, d. 18. mars 1897.
11. Hjálmar verkamaður, f. 5. júní 1899, d. 25. júlí 1968, kvæntur Guðbjörgu Helgadóttur húsfreyju, f. 16. október 1898, d. 23. júní 1958.

Stjúpbörn Þorgerðar, börn Jóns og fyrri konu hans Höllu Jónsdóttur, - þau, sem upp komust:
1. Guðjón Jónsson verslunarþjónn í Vík, f. 7. febrúar 1875, d. 26. maí 1942.
2. Jóhannes Gunnar Jónsson, bóndi í Suður-Hvammi í Mýrdal, f. 8. febrúar 1876, d. 10. októbr 1905 í Suður-Hvammi.
3. Jón Jónsson á Bólstað í Mýrdal, f. 27. apríl 1881, drukknaði 30. júlí 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.