Eiríkur Hjálmarsson (skrifstofumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eiríkur Hjálmarsson skrifstofumaður fæddist 4. júlí 1924 á Stað og lést 5. september 1971.
Foreldrar hans voru Hjálmar Eiríksson frá Vegamótum, skrifstofumaður, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940, og kona hans Jóna Kristinsdóttir frá Steinakoti á Árskógsströnd í Eyjafirðir, ljósmóðir, f. 21. desember 1895, d. 27. október 1975.

Börn Jónu og Hjálmars:
1. Sigurbjörg deildarritari, f. 2. apríl 1923 á Vegamótum, d. 1. maí 2010, gift Viggó Einarssyni flugvirkja.
2. Eiríkur skrifstofumaður, f. 4. júlí 1924 á Stað, d. 5. september 1971, kvæntur Hlíf Erlendsdóttur frá Keflavík, látin.
3. Helga Ágústa aðalgjaldkeri á skrifstofu Ríkisspítalanna, f. 2. júlí 1927 á Heiðarbýli við Brekastíg 6, d. 7. júlí 2004, gift Árna Friðjónssyni skrifstofumanni.
4. Anna skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 16. desember 1929 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, gift Kristleifi Einarssyni eftirlitsmanni hjá Íslenzka Álfélaginu í Straumsvík.
5. Ása gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun Ríkisins, f. 4. maí 1931 á Kalmanstjörn, d. 1. mars 2011, gift Hauki Ingimarssyni bifreiðasmið.
6. Fríða Kristbjörg læknaritari á Landspítalanum, f. 4. febrúar 1935 á Faxastíg2, d. 23. september 2021, gift (skildu) Birgi Matthíasi Indriðasyni matsveini í Reykjavík.

Eiríkur var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Eiríkur var 16 ára.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1942.
Eiríkur var skrifstofumaður, skrifstofustjóri.
Eiríkur veiktist af berklum og var á Vífilsstöðum. Þar kynntist hann Hlíf.
Þau Hlíf giftu sig 1949, eignuðust eitt barn. Þau voru á Reykjalundi, en fluttust nokkrum árum síðar til Reykjavíkur.
Eiríkur lést 1971 og Hlíf 2014.

I. Kona Eiríks, (25. nóvember 1949), var Hlíf Erlendsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1927 í Keflavík, d. 25. febrúar 2014 í Hátúni 10a í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson skipstjóri í Keflavík, f. þar 2. febrúar 1894, d. 3. desember 1980 í Hafnarfirði, og kona hans Oddný María Kristinsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1902 í Mjóafirði, d. 11. júlí 1972 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Jóna María Eiríksdóttir, f. 3. nóvember 1953. Barnsfaðir hennar Ómar Önfjörð Magnússon. Maður hennar Reynir Þorsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.