Helgi Hjálmarsson (Hamri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Helgi Hjálmarsson.

Helgi Hjálmarsson sjómaður, trésmiður á Hamri, síðar bóndi í Rotum u. Eyjafjöllum fæddist 13. október 1880 og lést 6. apríl 1976.
Faðir hans var Hjálmar bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal og í Efri-Rotum undir Eyjafjöllum, f. 17. júlí 1829, d. 31. ágúst 1903, Eiríksson bónda á Ketilsstöðum, f. 1795 á Leirum u. Eyjafjöllum, Jónssonar bónda á Hrútafelli þar, f. 1769 í Pétursey í Mýrdal, d. 30. apríl 1834 á Hrútafelli, Eiríkssonar, og konu Jóns á Hrútafelli, Sigríðar húsfreyju, f. 1769 á Raufarfelli þar, Bjarnadóttur.

Móðir Hjálmars á Ketilsstöðum og síðari kona Eiríks bónda þar var Elín húsfreyja, f. 23. júlí 1801 á Brekkum í Mýrdal, d. 6. janúar 1883 á Ketilsstöðum, Sveinsdóttir bónda, síðast í Hryggjum í Álftaveri, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt í Mýrdal, Eyjólfssonar, og konu Sveins í Hryggjum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1834 á Skeiðflöt, Þórðardóttur prests í Kálfholti Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, síðar á Felli í Mýrdal.

Móðir Helga og síðari kona Hjálmars var Kristín húsfreyja, f. 25. nóvember 1839, d. 1. febrúar 1925, Sveinsdóttir bónda á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 12. október 1816, d. 12. febrúar 1898, Pálmasonar bónda og smiðs í Álftagróf í Mýrdal, f. 9. september 1798, d. 14. júní 1876, Jónssonar og barnsmóður Pálma, Ástríðar Einarsdóttur, f. 9. apríl 1792, d. 22. desember 1868.

Móðir Kristínar húsfreyju og kona Sveins á Syðstu-Grund var Gyðríður húsfreyja, f. 20. október 1811, d. 25. nóvember 1859, Bjarnadóttir bónda á Syðri-Grund og í Ásólfsskála, f. 1759, d. 28. febrúar 1834, Vigfússonar, og konu Bjarna Kristínar húsfreyju, f. 1765, Jónsdóttur.

I. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Guðrúnar Jónsdóttur fyrri konu hans í Eyjum:
1. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum.
2. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar.
3. Þorgerður í Dölum húsfreyja í Dölum, kona Jóns Gunnsteinssonar.

II. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Kristínar Sveinsdóttur síðari konu hans:
4. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950.
5. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, kona Guðmundar Þórðarsonar.
6. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.

III. Barn Hjálmars Eiríkssonar og Ingibjargar Gísladóttur, síðar húsfreyju í Oddakoti í A-Landeyjum:
7. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, kona Ólafs Guðmundssonar.

IV. Hálfsystir Hjálmars á Ketilsstöðum og í Efri-Rotum og föðursystir þessarra Hjálmarsbarna var
8. Sigríður Eiríksdóttir langamma Árna Árnasonar símritara og þeirra systkina og amma Kristins Sigurðssonar á Eystri-Löndum.

Helgi var með foreldrum sínum í Efri-Rotum 1890 og 1901.
Hann fluttist til Eyja 1904 ásamt Guðrúnu systur sinni, var sjómaður, vinnumaður hjá Eiríki hálfbróður sínum á Vegamótum 1906, smiður þar 1907, smiður í Bræðraborg 1908 og 1909, leigjandi og smiður í Steinum 1910, leigjandi í Hraungerði 1912.
Þau Guðbjörg Vigdís giftu sig 1913 og bjuggu á Löndum til 1916, á Túnsbergi 1917 og 1918, í Fagurhól 1919 og 1920 við fæðingu Hjálmars Kristins.
Þau byggðu Hamar við Skólaveg og bjuggu þar í lok ársins 1920. Þau eignuðust fjögur börn.
Hann missti Guðbjörgu Vigdísi 1924.
Helgi kvæntist Sigríði 1925 og bjó með henni á Hamri, var þar með Sigríði og börnunum nema Guðbjörgu, sem var í fóstri á Akri hjá Guðrúnu föðursystur sinni.
Þau eignuðust tvö börn á Hamri.
Þau fluttust að Rotum u. Eyjafjöllum 1928 og bjuggu þar til 1943, eignuðust þar fimm börn. Þau bjuggu síðan í Reykjavík.
Helgi lést 1976 og Sigríður 1985.

I. Fyrri kona Helga, (20. desember 1913), var Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1889, d. 25. ágúst 1924.
Börn þeirra voru:
1. Hermann Helgason vélstjóri, f. 30. janúar 1916 á Löndum, d. 5. júlí 2006. Kona hans var Sigurlaug Líney Guðmundsdóttir.
2. Magnús Helgason, f. 5. júlí 1917 á Túnsbergi, síðast í Reykjavík, d. 3. janúar 1992.
3. Hjálmar Kristinn Helgason sjómaður í Reykjavík, f. 16. júní 1920 í Fagurhól, d. 22. nóvember 1993. Kona hans var Elín Sumarliðadóttir.
3. Gunnar Ágúst Helgason á Lögbergi, sjómaður, vélstjóri, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923 á Hamri, d. 23. nóvember 2000. Kona hans var Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir.
4. Guðbjörg Helgadóttir Beck húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 18. ágúst 1924 á Hamri, d. 28. maí 2013. Maður hennar var Páll Beck.

II. Síðari kona Helga, (31. október 1925), var Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. september 1893 á Beigalda í Borgarhreppi, Mýrasýslu, d. 8. ágúst 1985.
Börn þeirra:
5. Sigurður Helgi Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 3. apríl 1926, d. 17. maí 1991, ókv.
6. Hlöðver Helgason verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 11. september 1927 á Hamri, d. 2. ágúst 2007. Kona hans var Katrín Sólveig Jónsdóttir.
7. Gústaf Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 21. ágúst 1928, d. 21. febrúar 2010, ókv.
8. Hugó Helgason, f. 31. mars 1930. Hann fluttist til Svíþjóðar, ókvæntur.
9. Laufey Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 28. maí 1932. Maður hennar: Kåre Gravdehaug.
10. Unnur Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 21. ágúst 1933. Maður hennar: Kjeld Gundersen.
11. Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1937, d. 18. júní 1987. Hún var gift Sæmundi Inga Sveinssyni bifreiðastjóra.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.