Sigríður Sigurðardóttir (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Sigurðardóttir.

Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Hamri fæddist 13. september 1893 á Beigalda í Borgarhreppi í Mýrasýslu og lést 8. ágúst 1985.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinsson bóndi, f. 20. júní 1856, d. 19. september 1923, og kona hans Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 2. maí 1867, d. 3. september 1936.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, vann um skeið við lóskurðarvél á Álafossi.<
Hún fluttist ti Eyja frá Akranesi 1924, var vinnukona á Hamri í lok ársins, ,,unnusta“ Helga á Hamri 1925 og þau giftu sig síðla ársins.
Þau eignuðust tvö börn.
Þau fluttust að Rotum u. Eyjafjöllum 1928 og bjuggu þar til 1943, er þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Helgi lést 1976 og Sigríður 1985.

I. Maður Sigríðar, (31. október 1925), var Helgi Hjálmarsson sjómaður, trésmiður, bóndi, f. 13. október 1880, d. 6. apríl 1976. Hún var síðari kona hans.
Börn þeirra:
1. Sigurður Helgi Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 3. apríl 1926, d. 17. maí 1991, ókv.
2. Hlöðver Helgason verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 11. september 1927 á Hamri, d. 2. ágúst 2007. Kona hans var Katrín Sólveig Jónsdóttir.
3. Gústaf Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 21. ágúst 1928, d. 21. febrúar 2010, ókv.
4. Hugó Helgason, f. 31. mars 1930. Hann fluttist til Svíþjóðar, ókvæntur.
5. Laufey Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 28. maí 1932. Maður hennar: Kåre Gravdehaug.
6. Unnur Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 21. ágúst 1933. Maður hennar: Kjeld Gundersen.
7. Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1937, d. 18. júní 1987. Hún var gift Sæmundi Inga Sveinssyni bifreiðastjóra.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.