Már Friðþjófsson (Valhöll)
Már Friðþjófsson frá Valhöll, sjómaður, launafulltrúi fæddist 14. september 1959 og lést 25. desember 2022.
Foreldrar hans voru Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 20120 í Hraunbúðum, og kona hans Jórunn Einarsdóttir frá Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, d. 14. febrúar 2012 í Sjúkrahúsinu.
Börn Jórunnar og Friðþjófs:
1. Inda Marý Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1949 í Valhöll. Maður hennar Sigurður Friðbjörnsson.
2. Einar Friðþjófsson kennari, f. 13. september 1950 í Valhöll. Kona hans Katrín Freysdóttir.
3. Anna Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1957. Maður hennar Þórður H. Hallgrímsson.
4. Már Friðþjófsson, f. 14. september 1959. Kona hans Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir.
5. Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1965. Maður hennar Egill Guðni Guðnason.
Börn Friðþjófs og Guðbjargar Jónínu Helgadóttur
6. Guðlaugur S. Friðþjófsson á Hvolsvelli, f. 9. janúar 1946 í Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. janúar 1999 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Árnadóttir.
7. Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, f. 9. janúar 1946, d. 30. júlí 2014. Kona hans Sigrún Adolfsdóttir.
Már var með foreldrum sínum í æsku, í Valhöll og á Urðavegi 37.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1975, var í Iðnskólanum um skeið og var við verslunarnám í Reykjavík 1996-1997.
Már var sjómaður, síðar launafulltrúi hjá Vinnslustöðinni 1997-2007.
Þau Jóhanna Kolbrún giftu sig 1983, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 37, síðar á Hólagötu 2.
I. Kona Más, (10. desember 1983), er Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júní 1961.
Börn þeirra:
1. Friðþjófur Másson bifreiðastjóri hjá Olíudreifingu, f. 28. mars 1979. Fyrrum kona hans Ósk Auðbergsdóttir.
2. Víkingur Másson viðskiptastjóri. Hann er viðskiptafræðingur með MA-próf í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði, f. 19. mars 1983. Sambúðarkona hans Guðrún Katrín Oddsdóttir.
3. Soffía Mary Másdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili, f. 12. júlí 1987. Sambúðarmaður hennar Emil Andersen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Magnús Haraldsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.