Víkingur Másson (viðskiptafræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Víkingur Másson, viðskiptafræðingur, með MA-próf í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði, viðskiptastjóri fæddist 19. mars 1983.
Foreldrar hans Már Friðþjófsson, sjómaður, launafulltrúi, f. 14. september 1959, d. 25. desember 2022, og kona hans Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júní 1961.

Börn þeirra:
1. Friðþjófur Másson bifreiðastjóri hjá Olíudreifingu, f. 28. mars 1979. Fyrrum kona hans Ósk Auðbergsdóttir.
2. Víkingur Másson viðskiptastjóri. Hann er viðskiptafræðingur með MA-próf í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði, f. 19. mars 1983. Kona hans Guðrún Katrín Oddsdóttir.
3. Soffía Mary Másdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili, f. 12. júlí 1987. Sambúðarmaður hennar Emil Andersen.

Þau Guðrún Katrín giftu sig, hafa eignast tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Víkings er Guðrún Katrín Oddsdóttir, húsfreyja, læknir, f. 6. janúar 1989. Foreldrar hennar Oddur Þorbergur Hermannsson, f. 27. júní 1960, og Þóra Þórarinsdóttir, f. 6. júlí 1960.
Börn þeirra:
1. Hanna Þóra Víkingsdóttir, f. 13. ágúst 2019.
2. Þorbergur Már Víkingsson, f. 1. nóvember 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.