Sigurður Friðbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Friðbjörnsson frá Vopnafirði, bifvélavirkjameistari, verksmiðjustjóri fæddist 11. maí 1948.
Foreldrar hans voru Kristján Friðbjörn Einarsson, vegaverkstjóri á Vopnafirði, f. 25. febrúar 1896, d. 16. nóvember 1970, og kona hans Gunnhildur Ingiríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1900, d. 11. janúar 1968.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði bifvélavirkjun í Eyjum, fékk meistarabréf 1974. Síðar var hann á verkstjóranámskeiði í Reykjavík hjá Vegagerð Ríkisins.
Sigurður vann á vélgröfu á Vopnafirði.
Hann flutti til Eyja 1965, vann hjá Fiskiðjunni 1965-1966. Hann sneri til Vopnafjarðar, vann á vélgröfu og við loðnubræðslu, flutti til Eyja 1969 og lærði þá bifvélavirkjun.
Þau Inda fluttu til Reykjavíkur í Gosinu. Hún dvaldi hjá bræðrum sínum í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, en hann vann á bifreiðaverkstæði. Þau fluttu til Eyja haustið 1973.
Sigurður flutti til Vopnafjarðar 1974 og Inda árið eftir. Þar rak hann fyrirtækið Austurverk ásamt öðrum og unnu þeir að jarðvinnu ýmisskonar.
Þau sneru til Eyja 1981, þar sem Sigurður var viðgerðarmaður hjá Vinnslustöðinni til 1992 og síðan verksmiðjustjóri til 2018, er hann hætti vegna aldurs.
Þau Inda Marý giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bakkastíg 7 til 1972, en búa nú á Ásavegi 29.

I. Kona Sigurðar, (27. apríl 1968), er Inda Marý Friðþjófsdóttir húsfreyja, verslunar- og bankastarfsmaður, f. 14. febrúar 1949.
Börn þeirra:
1. Friðþjófur Már Sigurðsson lyfjafræðingur, lyfsali á Sauðárkróki, f. 13. júlí 1969. Kona hans er Íris Björk Marteinsdóttir.
2. Kristján Ingi Sigurðsson aðstoðarverkstjóri í Vinnslustöðinni, f. 26. september 1974. Sambúðarkona hans Hansína Metta Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.