Svanhvít Friðþjófsdóttir
Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 29. september 1965.
Foreldrar hennar voru Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 20120 í Hraunbúðum, og kona hans Jórunn Einarsdóttir frá Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 5. ágúst 1928, d. 14. febrúar 2012 í Sjúkrahúsinu.
Börn Jórunnar og Friðþjófs:
1. Inda Marý Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1949 í Valhöll. Maður hennar Sigurður Friðbjörnsson.
2. Einar Friðþjófsson kennari, f. 13. september 1950 í Valhöll. Kona hans Katrín Freysdóttir.
3. Anna Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1957. Maður hennar Þórður H. Hallgrímsson.
4. Már Friðþjófsson, f. 14. september 1959. Kona hans Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir.
5. Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1965. Fyrrum sambúðarmaður hennar [[Helgi Einarsson (Bolungarvík)|Helgi Einarsson. Maður hennar Egill Guðni Guðnason.
Börn Friðþjófs og Guðbjargar Jónínu Helgadóttur:
6. Guðlaugur S. Friðþjófsson á Hvolsvelli, f. 9. janúar 1946 í Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. janúar 1999 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Árnadóttir.
7. Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, f. 9. janúar 1946, d. 30. júlí 2014. Kona hans Sigrún Adolfsdóttir.
Svanhvít var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Urðavegi 37, Illugagötu 55, í Birkihlíð 14 og á Boðaslóð.
Hún bjó með þeim í Gosinu 1973 í Reykjavík og síðan Keflavík.
Svanhvít varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1985, var í kennaranámi í Háskólanum á Akureyri frá 1993 og lauk því við Kennaraháskólann í Reykjavík 2001, lauk mastersprófi-M.ed. 2010.
Svanhvít vann á yngri árum sínum í fiskiðnaði og var um skeið þerna á Herjólfi, var skrifstofumaður í Reykjavík, bjó í Uppsala í Svíþjóð 1991-1993. Hún er grunnskólakennari í Eyjum, deildarstjóri í GRV.
Þau Helgi hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Egill Guðni giftu sig 2000, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Túngötu 16, en nú á Ægisgötu 2.
I. Fyrrum sambúðarmaður Svanhvítar er Helgi Einarsson frá Bolungarvík, f. 21. febrúar 1964 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Einar Kristinn Helgason verksmiðjustjóri í Bolungarvík, f. þar 27. janúar 1937, d. 28. ágúst 2004, og kona hans Magnea Hulda Gísladóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1941 á Ósi í Bolungarvík.
Börn þeirra:
1. Saga Huld Helgadóttir, f. 11. janúar 1991. Hún er doktor í eðlisfræði, býr í Stokkhólmi, ógift.
2. Einar Kristinn Helgason, f. 27. ágúst 1992, kennari í Reykjavík, ókvæntur. Barnsmóðir hans Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir.
II. Maður Svanhvítar, (1. ágúst 2000) er Egill Guðni Guðnason sjómaður, stýrimaður, f. 4. maí 1969 í Reykjavík. Foreldrar hans Guðni Þór Gunnarsson vélstjóri á Eskifirði, f. þar 19. febrúar 1944, og kona hans Jóhanna Andrea Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Eskifirði, f. 25. maí 1944 í Reykjavík.
Barn þeirra:
3. Urður Eir Egilsdóttir nemi í Háskóla Íslands, f. 3. júlí 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Magnús Haraldsson.
- Svanhvít.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.