Inda Marý Friðþjófsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Inda Mary Friðþjófsdóttir frá Valhöll, húsfreyja fæddist þar 14. febrúar 1949.
Foreldrar hennar voru Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 20120 í Hraunbúðum, og kona hans Jórunn Einarsdóttir frá Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, d. 14. febrúar 2012 í Sjúkrahúsinu.

Börn Jórunnar og Friðþjófs:
1. Inda Marý Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1949 í Valhöll. Maður hennar Sigurður Friðbjörnsson.
2. Einar Friðþjófsson kennari, f. 13. september 1950 í Valhöll. Kona hans Katrín Freysdóttir.
3. Anna Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1957. Maður hennar Þórður H. Hallgrímsson.
4. Már Friðþjófsson, f. 14. september 1959. Kona hans Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir.
5. Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1965. Maður hennar Egill Guðni Guðnason. Börn Friðþjófs og Guðbjargar Jónínu Helgadóttur
6. Guðlaugur S. Friðþjófsson á Hvolsvelli, f. 9. janúar 1946 í Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. janúar 1999 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Árnadóttir.
7. Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, f. 9. janúar 1946, d. 30. júlí 2014. Kona hans Sigrún Adolfsdóttir.

Inda var með foreldrum sínum í æsku, í Valhöll og á Urðavegi 37 .
Eftir skyldunám var hún einn vetur í Iðnskólanum.
Inda vann ýmis störf, í fiskiðnaði, við afgreiðslu, var talsímakona hjá Símanum á Vopnafirði, vann afgreiðslustörf í Tanganum í Eyjum og síðan í bankanum frá 1981-1996.
Hún var á Vopnafirðir 1954 og aftur eftir Gos 1975-1981.
Þau Sigurður giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bakkastíg 7 1972, búa nú á Ásavegi 29.

I. Maður Indu, (27. apríl 1968), er Sigurður Friðbjörnsson verksmiðjustjóri, f. 11. maí 1948. Foreldrar hans voru Kristján Friðbjörn Einarsson, vegaverkstjóri á Vopnafirði, f. 25. febrúar 1896, d. 16. nóvember 1970, og Gunnhildur Ingiríður Grímsdóttir, f. 7. júní 1900, d. 11. janúar 1968.
Börn þeirra:
1. Friðþjófur Már Sigurðsson lyfjafræðingur, lyfsali á Sauðárkróki, f. 13. júlí 1969. Kona hans er Íris Björk Marteinsdóttir.
2. Kristján Ingi Sigurðsson aðstoðarverkstjóri í Vinnslustöðinni, f. 26. september 1974. Sambúðarkona hans Hansína Metta Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.