Katrín Freysdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Freysdóttir frá Húsavík, húsfreyja, læknaritari fæddist þar 12. júlí 1953.
Foreldrar hennar voru Hallmar Freyr Bjarnason múrarameistari, bæjarfulltrúi á Húavík, f. 21. nóvember 1933, d. 21. júlí 1987, og kona hans Guðrún Herborg Ingólfsdóttir húsfreyja, verslunar- og sjúkrahússstarfsmaður á Húsavík, f. 23. október 1932, d. 24. maí 2008.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur á Húsavík 1970, nam í Kvennaskólanum í Reykjavík í eitt ár, öðlaðist löggildingu læknaritara.
Katrín var skólaritari í Reykjavík, síðan læknaritari á Borgarspítala í tvö ár og síðar í Garðabæ í tvö ár. Hún var læknaritari í Eyjum í tuttugu ár.
Þau Einar giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 39 og síðar á Foldahrauni 41.

ctr
Einar Friðþjófsson, Katrín Freysdóttir og börn þeirra.

I. Maður hennar, (31. maí 1975), er Einar Friðþjófsson frá Valhöll, framhaldsskólakennari, íþróttaþjálfari, f. 13. september 1950.
Börn þeirra:
1. Jórunn Einarsdóttir yngri, MA-próf í viðskiptum, húsfreyja, kennari í Danmörku, f. 22. apríl 1975. Maður hennar Ágúst Óskar Gústafsson.
2. Hjalti Einarsson með BA-próf í sálfræði, verkefnastjóri hjá Marel, f. 14. desember 1982. Fyrrum sambúðarkona Edona.
3. Rúnar Einarsson BA í félagsfræði, deildarstjóri í tæknideild Símans, f. 5. maí 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Katrín.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.