Elín Sigurbjörnsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elín Sigurbjörnsdóttir.

Elín Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir fæddist 8. apríl 1959 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Guðmundur Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, tollvörður, f. 8. maí 1936 í Eyjum, d. 4. október 2017 á Akranesi, og kona hans Málfríður Ögmundsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 25. nóvember 1939 í Eyjum.

Börn Málfríðar og Sigurbjörns:
1. Elín Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 8. apríl 1959. Maður hennar Sveinn Arnar Knútsson.
2. María Sigurbjörnsdóttir bankastarfsmaður, f. 6. mars 1960. Maður hennar Guðjón Pétur Pétursson.
3. Kristrún Sigurbjörnsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1961. Fyrri maður hennar Daði Halldórsson, látinn. Fyrrum sambúðarmaður hennar Stefnir Sigurjónsson.
4. Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson starfsmaður Elkem, f. 25. september 1963. Kona hans Ásta Björk Arngrímsdóttir.

Elín lauk námi í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 1979, lauk hjúkrunarnámi í H.S.Í. í september 1982, ljósmóðurnámi í L.M.S.Í. 1984.
Hún var ljósmóðir á fæðinga- og kvensjúkdómadeild á Sjúkrahúsinu á Akranesi frá 1984-2015, ljósmóðir á Hvidovre spítalanum í Khöfn 2015-2021.
Elín var formaður Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis 1984-1988, sat í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Báran á Akranesi.
Þau Sveinn Arnar giftu sig 1982, eignuðust tvö barn.

I. Maður Elínar, (26. júní 1982), er Sveinn Arnar Knútsson trésmíða- og múrarameistari, f. 21. desember 1959. Foreldrar hans voru Knútur Arnberg Bjarnason múrarameistari, f. 9. júní 1932 í Borgarnesi, d. 6. júní 2006 og kona hans Þorgerður Sveinsdóttir frá Arnardal við Skutulsfjörð, húsfreyja, f. 4. maí 1930, d. 31. desember 1953.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir ferðamálafræðingur, lýðheilsufræðingur, jógakennari, f. 7. nóvember 1986. Sambúðarmaður Teitur Magnússon.
2. Ögmundur Sveinsson byggingafræðingur, f. 25. október 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elín.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. júní 2006. Minning Knúts Arnbergs Bjarnasonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.