Kristrún Sigurbjörnsdóttir
Kristrún Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, grunnskólakennari á Akranesi fæddist 14. nóvember 1961.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Guðmundur Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, tollvörður, f. 8. maí 1936 í Eyjum, d. 4. október 2017 á Akranesi, og kona hans Málfríður Ögmundsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 25. nóvember 1939 í Eyjum.
Börn Málfríðar og Sigurbjörns:
1. Elín Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 8. apríl 1959. Maður hennar Sveinn Arnar Knútsson.
2. María Sigurbjörnsdóttir bankastarfsmaður, f. 6. mars 1960. Maður hennar Guðjón Pétur Pétursson.
3. Kristrún Sigurbjörnsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1961. Fyrri maður hennar Daði Halldórsson, látinn. Fyrrum sambúðarmaður hennar Stefnir Sigurjónsson.
4. Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson starfsmaður Elkem, f. 25. september 1963. Kona hans Ásta Björk Arngrímsdóttir.
Þau Daði giftu sig, eignuðust þrjú börn. Daði lést 2007.
Þau Stefnir hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
I. Maður Kristrúnar var Daði Halldórsson bankamaður, f. 3. ágúst 1959, d. 19. apríl 2007. Foreldrar hans Halldór Sigur Karlsson, f. 22. desember 1937, d. 27. júlí 2024, og Bára Daníelsdóttir, f. 18. febrúar 1935, d. 26. ágúst 1975.
Börn þeirra:
1. Bára Daðadóttir, f. 5. febrúar 1983.
2. Hjalti Daðason, f. 1. nóvember 1984.
3. Leó Daðason, f. 12. október 1990.
II. Fyrrum sambúðarmaður Kristrúnar er Stefnir Sigurjónsson frá Akranesi, vélfræðingur, f. 17. mars 1961, d. 15. maí 2023. Foreldrar hans Sigurjón Björnsson, f. 13. júní 1923, d. 22. nóvember 1987, og Kristín Karlsdóttir, f. 27. september 1932, d. 26. febrúar 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristrún.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.