Jóhannes Tómasson (Höfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Tómasson.

Jóhannes Tómasson frá Höfn við Bakkastíg 1, bankastarfsmaður, aðstoðarútibússtjóri fæddist 13. mars 1921 á Miðhúsum og lést 18. júlí 2016.
Foreldrar hans voru Tómas M. Guðjónsson útgerðarmaður, umboðsmaður, kaupmaður, f. 13. janúar 1887 í Sjólyst, d. 14. júní 1958, og kona hans Hjörtrós Hannesdóttir frá Miðhúsum, húsfreyja, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926.
Stjúpmóðir Jóhannesar og síðari kona Tómasar var Sigríður Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1899 á Brekkum á Rangárvöllum, d. 18. september 1968.

Börn Tómasar og Hjörtrósar:
1. Hannes Tómasson skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003.
2. Martin Brynjólfur Tómasson útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976.
3. Jóhannes bankaritari, aðstoðarútibússtjóri, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.

Börn Tómasar og Sigríðar Vilborgar:
4. Magnea Rósa Tómasdóttir húsfreyja, lyfjafræðingur og lyfsali, f. 20. september 1928.
5. Gerður Erla Tómasdóttir húsfreyja, gjaldkeri, f. 21. febrúar 1933.
6. Bragi Tómasson öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.
Barn Tómasar og Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972,
7. Guðjón Tómasson eftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977.
Uppeldisdóttir Tómasar var
8. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.

Jóhannes var með foreldrum sínum til fimm ára aldurs, en þá lést móðir hans. Hann var með föður sínum og síðan honum og Sigríði Magnúsdóttur stjúpmóður sinni.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1938, nam í Verslunarskóla Íslands og í New Jersey í Bandaríkjunum.
Jóhannes vann síðan hjá Útvegsbanka Íslands í Eyjum í meira en 50 ár, var bankaritari og síðar aðstoðarútibússtjóri.
Þau Guðfinna giftu sig 1947, eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst í Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, en fluttu í Hraunbúðir 2014.
Jóhannes lést 2008 og Guðfinna 2019.

ctr
Guðfinna, Jóhannes og fjölskylda.
Fremri röð frá vinstri: Iðunn Dísa, Jóhannes, Guðfinna, og Ingunn Lísa
Aftari röð frá vinstri: Stefán Haukur, Margrét Rósa, Tómas og Erna.

I. Kona Jóhannesar, (1947), var Guðfinna Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.
Börn þeirra:
1. Margrét Rósa Jóhannesdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. mars 1948. Maður hennar Gylfi Tryggvason.
2. Erna Jóhannesdóttir kennari, íþróttakennari, fræðslufulltrúi, f. 6. júlí 1950. Maður hennar Egill Egilsson.
3. Tómas Jóhannesson gjaldkeri, f. 2. mars 1956. Kona hans Fanney Björk Ásbjörnsdóttir.
4. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, f. 4. janúar 1959. Kona hans Halldóra M. Hermannsdóttir.
5. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 9. október 1961. Maður hennar Valtýr Þór Valtýsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Sveinbjörn Guðmundsson.
6. Iðunn Dísa Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1961. Maður hennar Ágúst Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. júlí 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.