Hannes Guðjón Tómasson (Höfn)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hannes Guðjón Tómasson.

Hannes Guðjón Tómasson frá Höfn við Bakkastíg 1, sjómaður, stýrimaður skipstjóri fæddist 17. júní 1913 og lést 14. október 2003.
Foreldrar hans voru Tómas M. Guðjónsson útgerðarmaður, umboðsmaður, kaupmaður, f. 13. janúar 1887 í Sjólyst, d. 14. júní 1958, og kona hans Hjörtrós Hannesdóttir frá Miðhúsum, húsfreyja, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926.
Stjúpmóðir Hannesar og síðari kona Tómasar var Sigríður Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1899 á Brekkum á Rangárvöllum, d. 18. september 1968.

Börn Tómasar og Hjörtrósar:
1. Hannes skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003.
2. Martin Brynjólfur útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976.
3. Jóhannes bankaritari, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.

Börn Tómasar og Sigríðar Vilborgar:
4. Magnea Rósa húsfreyja, lyfjafræðingur og lyfsali, f. 20. september 1928.
5. Gerður Erla húsfreyja og gjaldkeri, f. 21. febrúar 1933.
6. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.

Barn Tómasar og Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972:
7. Guðjón Tómasson eftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977.
Uppeldisdóttir Tómasar og kvenna hans var
8. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.

Hannes var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er Hannes var á 13. árinu. Hann var síðan með föður sínum og Sigríði síðari konu hans.
Hannes lauk prófum í Stýrimannaskóla Íslands í Reykjavík 1942.
Hann var sjómaður í Eyjum, var í siglingum á norsku skipi, Bisp, frá Haugasundi fram að síðari heimsstyrjöld.
Eftir stýrimannaskólann 1942 var hann stýrimaður á Eddu og Kötlu, síðar á Sæfellinu, einnig á Vatnajökli. Hann var lengst stýrimaður eða skipstjóri á skipum Sambands íslenskra samvinnufélaga.
Hannes fór í land 1962, vann hjá Skeljungi við að lesta og afferma olíuskip. Hann hætti störfum 77 ára gamall.
Þau Kristín giftu sig 1944, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast á Hofsvallagötu 59.
Kristín lést 2002.
Hannes dvaldi að síðustu á Elliheimilinu Grund. Hann lést 2003.

I. Kona Hannesar, (31. ágúst 1944), var Kristín Sigríður Jónsdóttir frá Hraungerði á Hellissandi, húsfreyja, f. 3. apríl 1919, d. 14. júní 2002 á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Jón Valdimar Jóhannesson frá Hellissandi, sjómaður, f. 21. september 1873, d. 15. júní 1959, og kona hans Hildur Sigurðardóttir frá Hellissandi, húsfreyja, f. 14. apríl 1895, d. 24. febrúar 1962.
Börn þeirra:
1. Sverrir Jóhannes Hannesson skipstjóri, flutningastjóri, f. 13. ágúst 1944. Kona hans Helga Vallý Björgvinsdóttir, látin.
2. Tómas Hannesson sjómaður, starfsmaður hjá Þrótti, f. 22. nóvember 1945, d. 11. apríl 2017.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 24. október 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.