Stefán Haukur Jóhannesson
Stefán Haukur Jóhannesson, lögfræðingur, ráðuneytisstjóri, sendiherra fæddist 4. janúar 1959.
Foreldrar hans voru Jóhannes Tómasson frá Höfn, bankastarfsmaður, aðstoðarútibússtjóri, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2015, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.
Börn Guðfinnu og Jóhannesar:
1. Margrét Rósa Jóhannesdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. mars 1948. Maður hennar Gylfi Tryggvason.
2. Erna Jóhannesdóttir kennari, íþróttakennari, fræðslufulltrúi, f. 6. júlí 1950. Maður hennar Egill Egilsson.
3. Tómas Jóhannesson gjaldkeri, f. 2. mars 1956. Kona hans Fanney Björk Ásbjörnsdóttir.
4. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, f. 4. janúar 1959. Kona hans Halldóra M. Hermannsdóttir.
5. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 9. október 1961. Maður hennar Valtýr Þór Valtýsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Sveinbjörn Guðmundsson.
6. Iðunn Dísa Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1961. Maður hennar Ágúst Einarsson.
Stefán nam lögfræði í HÍ, lauk prófum 1985.
Hann var skipaður ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, 1. nóvember 2014. Hann var aðalsamningamaður Íslands vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB 2009-2013, sendiherra Íslands í Belgíu, jafnframt sendiherra gagnvart Hollandi, Lúxemborg, Marokkó, Sviss og ESB, 2005-2010, fastafulltrúi í Genf gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO, EFTA og S.Þ., jafnframt sendiherra gagnvart Slóveníu og Liechtenstein. 2001-2005. Hann var skipaður sendiherra og skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, 1999-2001. Hann var skrifstofustjóri rekstrar- og starfsmannaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, 1996-1998, starfsmaður utanríkisríkisþjónustunnar frá 1986 og starfsmaður fastanefnda Íslands gagnvart NATO í Brussel og WTO í Genf frá 1987-1993. Hann var ráðinn sendiráðsritari hjá utanríkisráðuneytinu 1986, var fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum 1985-1986.
Stefán var yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu, 2014, formaður samningahóps WTO um markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur (NAMA) í Doha-lotunni, 2004-2006, formaður samninganefndar um aðild Rússlands að WTO frá 2003. Viðræðum lauk í nóvember 2011 og jákvæð niðurstaða um aðild Rússlands samþykkt í desember 2011. Hann var formaður úrskurðarnefndar WTO í ,,stáldeilu” Bandaríkjanna og ESB, Kína, Japan og fleiri ríkja, 2002-2003. Hann tók þátt í Uruguay samningalotu á vettvangi GATT, 1990-1993. Hann var samningamaður í fríverlsunarviðræðum EFTA-ríkjanna við Pólland, Ungverjaland, Tékkóslóvakíu, Tyrkland, Rúmeníu og Búlgaríu, 1990-1993. Stefán var talsmaður Íslands í undirnefndum 1 og 2 í EES frá 1993-1996. Hann er nú sendiherra í Japan.
I. Kona Stefáns er Halldóra Málfríður Hermannsdóttir, húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 5. september 1964. Foreldrar hennar Hermann Friðriksson, f. 25. apríl 1942, d. 28. desember 1999, og Agnes Helga Einarsdóttir, f. 16. júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Agnes Stefánsdóttir, f. 8. október 1986.
2. Einar Hrafn Stefánsson, f. 1. september 1981.
3. Stefanía Stefánsdóttir, f. 9. febrúar 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Google.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Ingunn Lísa.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.