Iðunn Dísa Jóhannesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Iðunn Dísa Jóhannesdóttir frá Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 9. október 1961.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Tómasson frá Höfn við Bakkastíg 1, bankastarfsmaður, aðstoðarbankastjóri, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir frá Skuld við Vestmannabraut 40, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.

Börn Guðfinnu og Jóhannesar:
1. Margrét Rósa Jóhannesdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. mars 1948. Maður hennar Gylfi Tryggvason.
2. Erna Jóhannesdóttir kennari, íþróttakennari, fræðslufulltrúi, f. 6. júlí 1950. Maður hennar Egill Egilsson.
3. Tómas Jóhannesson gjaldkeri, f. 2. mars 1956. Kona hans Fanney Björk Ásbjörnsdóttir.
4. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, f. 4. janúar 1959. Kona hans Halldóra M. Hermannsdóttir.
5. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 9. október 1961. Maður hennar Valtýr Þór Valtýsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Sveinbjörn Guðmundsson.
6. Iðunn Dísa Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1961. Maður hennar Ágúst Einarsson.

ctr
Guðfinna, Jóhannes og fjölskylda.
Fremri röð frá vinstri: Iðunn Dísa, Jóhannes, Guðfinna, og Ingunn Lísa
Aftari röð frá vinstri: Stefán Haukur, Margrét Rósa, Tómas og Erna.

Iðunn Dísa var með foreldrum sínum.
Hún lauk prófi í verslunardeild Framhaldsskólans í Eyjum, varð sjúkraliði í sama skóla 1996, varð hjúkrunarfræðingur á Akureyri 2006, öðlaðist diploma í bráðahjúkrun í Háskóla Íslands 2021.
Iðunn Dísa var sjúkraliði og síðan hjúkrunarfræðingur í Sjúkrhúsi Vestmannaeyja, vann eitt sumar á bráðamóttöku Landspítalans 2006. Hún vinnur nú hjá Heilsugæslu Vestmannaeyja. Þau Ágúst giftu sig 1984, eignuðust tvö börn. Þau búa við Áshamar 53.

I. Maður Iðunnar Dísu, (1. september 1984), er Ágúst Einarsson frá Illugagötu 12, rafvirki, f. 9. desember 1960.
Börn þeirra:
1. Minna Björk Ágústsdóttir kennari, forstöðumaður Visku í Eyjum, rekur heilsurækt, f. 20. desember 1977. Maður hennar Arnar Pétursson.
2. Birkir Ágústsson viðskiptafræðingur, dagskrárstjóri, f. 15. september 1987. Kona hans Ása Guðrún Guðmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Iðunn Dísa.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.