Erna Jóhannesdóttir (Knarrarhöfn)
Erna Jóhannesdóttir íþróttakennari fæddist 6. júlí 1950 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Tómasson frá Höfn, bankastarfsmaður, aðstoðarútibússtjóri, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2015, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.
Börn Guðfinnu og Jóhannesar:
1. Margrét Rósa Jóhannesdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. mars 1948. Maður hennar Gylfi Tryggvason.
2. Erna Jóhannesdóttir kennari, íþróttakennari, fræðslufulltrúi, f. 6. júlí 1950. Maður hennar Egill Egilsson.
3. Tómas Jóhannesson gjaldkeri, f. 2. mars 1956. Kona hans Fanney Björk Ásbjörnsdóttir.
4. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, f. 4. janúar 1959. Kona hans Halldóra M. Hermannsdóttir.
5. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 9. október 1961. Maður hennar Valtýr Þór Valtýsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Sveinbjörn Guðmundsson.
6. Iðunn Dísa Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1961. Maður hennar Ágúst Einarsson.
Erna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1966, var skiptinemi á vegum American Field Service í Bandaríkjunum 1967-1968. Hún lauk íþróttakennaraprófi 1969.
Erna var íþróttakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1970-1971, í Barnaskóla og gagnfræðaskóla Akraness 1873-1974, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum frá 1974.
Hún var bankaritari 1969-1970 og nokkur sumur. Hún var síðar fræðslufulltrúi hjá Bænum.
Þau Egill giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Smáragötu 24.
I. Maður Ernu, (26. júní 1971), er Egill Egilsson húsasmíðameistari, f. 23. nóvember 1947.
Börn þeirra:
1. Huginn Magnús Egilsson lögreglumaður, f. 7. febrúar 1972. Kona hans Lára Dögg Konráðsdóttir.
2. Jóhannes Egilsson, rekur harðfiskframleiðslu í fyrirtæki sínu Nöf í Reykjavík, f. 7. apríl 1977. Kona hans Þrúður Ármann.
3. Davíð Egilsson læknir, f. 24. janúar 1981. Kona hans Eyrún Sigurjónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.