Ágúst Einarsson (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Einarsson.

Ágúst Einarsson rafvirki fæddist 9. desember 1960 í Eyjum.
Foreldrar hans Einar Magnús Erlensson húsgagnasmiður, f. 11. janúar 1932, d. 19. júlí 2017, og kona hans Ása Ingibergsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 13. ágúst 1934.

Börn Ásu og Einars:
1. Ingibergur Einarsson, f. 9. febrúar 1955. Kona hans Sigríður Kristín Finnbogadóttir.
2. Sigríður Einarsdóttir, f. 29. desember 1957. Barnsfaðir hennar hennar Gunnar Marel Eggertsson. Sambúðarmaður Baldvin Örn Arnarson.
3. Ágúst Einarsson rafvirki, f. 9. desember 1960. Kona hans Iðunn Dísa Jóhannesdóttir.
4. Helgi Einarsson, f. 9. desember 1963. Sambúðarkona Agnes Bára Benediktsdóttir.
5. Hrefna Einarsdóttir, f. 3. september 1966. Maður hennar Pétur Jónsson.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, meistari hans Jónas Kristinn Bergsteinsson. Hann lauk sveinsprófi 1982.
Ágúst hefur verið rafvirki í Hraðfrystistöðinni, er nú yfirrafvirki hjá Vinnslustöðinni.
Þau Iðunn Dísa giftu sig 1984, eignuðust tvö börn. Þau búa við Áshamar 53.

I. Kona Ágústs, (1. september 1984), er Iðunn Dísa Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1961.
Börn þeirra:
1. Minna Björk Ágústsdóttir kennari, forstöðumaður Visku í Eyjum, rekur heilsurækt, f. 20. desember 1977. Maður hennar Arnar Pétursson.
2. Birkir Ágústsson viðskiptafræðingur, dagskrárstjóri, f. 15. september 1987. Kona hans Ása Guðrún Guðmundsdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.