Guðfinna Stefánsdóttir (Skuld)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðfinna Stefánsdóttir.

Guðfinna Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 8. júní 1923 og lést 10. október 2019.
Foreldrar hennar voru Stefán Björnsson frá Bryggjum í A-Landeyjum, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. júlí 1878, d. 11. mars 1957, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Hákoti í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 4. nóvember 1885, d. 29. september 1980.

Börn Margrétar og Stefáns:
1. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.
2. Guðríður Eygló Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, kaupmaður, f. 4. ágúst 1911, d. 10. október 1980.
3. Stefanía Stefánsdóttir, f. 20. desember 1913, d. 28. febrúar 1920.
4. Kolbeinn Stefánsson sjómaður, verslunarmaður, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
5. Bernódus Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 26. febrúar 1920.
6. Björn Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 29. febrúar 1919.
7. Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1940.
Guðfinna var bankastarfsmaður um skeið.
Þau Jóhannes giftu sig 1947, eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst í Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, en fluttu í Hraunbúðir 2014.
Jóhannes lést 2008 og Guðfinna 2019.

ctr
Guðfinna, Jóhannes og fjölskylda.
Fremri röð frá vinstri: Iðunn Dísa, Jóhannes, Guðfinna, og Ingunn Lísa
Aftari röð frá vinstri: Stefán Haukur, Margrét Rósa, Tómas og Erna.

Maður Guðfinnu, (1947), var Jóhannes Tómasson frá Höfn, bankastarfsmaður, aðstoðarútibússstjóri, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.
Börn þeirra:
1. Margrét Rósa Jóhannesdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. mars 1948. Maður hennar Gylfi Tryggvason.
2. Erna Jóhannesdóttir kennari, íþróttakennari, fræðslufulltrúi, f. 6. júlí 1950. Maður hennar Egill Egilsson.
3. Tómas Jóhannesson gjaldkeri, f. 2. mars 1956. Kona hans Fanney Björk Ásbjörnsdóttir.
4. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, f. 4. janúar 1959. Kona hans Halldóra M. Hermannsdóttir.
5. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 9. október 1961. Maður hennar Valtýr Þór Valtýsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Sveinbjörn Guðmundsson.
6. Iðunn Dísa Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1961. Maður hennar Ágúst Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. október 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.