Hulda Samúelsdóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir.

Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir húsfreyja fæddist 30. nóvember 1937 á Jaðri og lést 20. febrúar 2023.
Foreldrar hennar voru Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður, f. 7. september 1908, d. 15. desember 1993, og fyrri kona hans Ásta Gréta Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1916, d. 6. ágúst 1945.
Fósturforeldrar hennar voru Salóme Gísladóttir og Vigfús Jónsson móðurbróðir Huldu.

Börn Ingvars og fyrri konu hans Ástu Grétu Jónsdóttur.
1. Jenný Sigríður Samúelsdóttir, f. 23. febrúar 1936 á Stað við Helgafellsbraut 10, býr í Gautaborg.
2. Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir, f. 30. nóvember 1937 á Jaðri við Vestmannabraut 6, bjó í Eyjum, d. 20. febrúar 2023.
3. Stúlka, f. 10. júlí 1943 á Bifröst við Bárugötu 11, d. 8. desember 1943.

Börn Samúels og síðari konu hans Arnfríðar Jónu Sveinsdóttur.
4. Ásta Gréta Samúelsdóttir fulltrúi, f. 20. janúar 1949 á Vestmannabraut 58 B, Rauðafelli.
5. Tryggvi Óskar Samúelsson bifreiðastjóri, f. 16. febrúar 1952 á Vestmannabraut 58 B, Rauðafelli.
6. Bjarni Samúelsson bifreiðastjóri, f. 3. ágúst 1956 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Börn Arnfríðar Jónu og stjúpbörn Samúels, - hálfsystkini barna hans:
7. Ólafur Tryggvason vélvirki, járnsmiður, f. 21. janúar 1932 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 9. júní 1995. Hann ólst upp u. Eyjafjöllum.
8. Garðar Tryggvason verkamaður, framkvæmdastjóri, f. 10. febrúar 1933 á Vesturhúsum, d. 13. desember 2013.
9. Guðrún Jóna Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1935. Hún ólst upp hjá Sigurði Einarssyni og Elínu Jónínu Ingvarsdóttur föðursystur sinni í Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum. Maður hennar: Ólafur Grímsson.
10. Svanhvít Inga Tryggvadóttir, f. 13. febrúar 1938 á Ásum við Skólaveg 47, bjó í Danmörku, d. 18. apríl 1996.

Hulda var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Hulda var á áttunda árinu.
Hún fór í fóstur til Vigfúsar móðurbróður síns og Salóme Gísladóttur konu hans.
Þau Ágúst giftu sig 1959, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brimhólabraut 35, þá á Búhamri 4, en síðar við Miðstræti 23.

I. Maður Huldu, (26. desember 1959), er Rögnvaldur Ágúst Hreggviðsson húsasmíðameistari, f. 13. júlí 1937 í Miklagarði á Sauðárkróki.
Börn þeirra:
1. Ásta Bína Ágústsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, vinnur á tannlæknastofu, f. 18. janúar 1955. Maður hennar Jóhannes Long Lárusson.
2. Inga Steinunn Ágústsdóttir húsfreyja, starfsmaður við aðhlynningu fatlaðra, f. 21. apríl 1958. Maður hennar Jóel Gunnarsson .
3. Hreggviður Ágústsson húsasmíðameistari, f. 26. apríl 1963. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
4. Bjarki Ágústsson tannlæknir, f. 13. júní 1968. Fyrrum kona hans Elísabet Sigurðardóttir.
5. Leiknir Ágústsson garðyrkjufræðingur, f. 16. desember 1973. Kona hans Tinna Björk Halldórsdóttir.
6. Silja Ágústsdóttir húsfreyja, bóndi á Hólmum í A-Landeyjum, f. 16. desember 1973. Maður hennar Axel Þór Sveinbjörnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hulda og Ágúst.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.