Garðar Tryggvason (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingibergur Garðar Tryggvason.

Ingibergur Garðar Tryggvason frá Stóru-Heiði, verkamaður, sjómaður, framkvæmdastjóri, bæjarstarfsmaður fæddist 10. febrúar 1933 á Vesturhúsum og lést 13. desember 2012 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Tryggvi Ingvarsson bóndi, verkamaður, f. 27. janúar 1910 u. Eyjafjöllum, d. 3. maí 1945, og kona hans Arnfríður Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1912 í Reykjavík, d. 8. ágúst 1994.
Stjúpfaðir Garðars var Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður, bóndi, f. 7. september 1908, d. 15. desember 1993.

Börn Jónu og Tryggva:
1. Ólafur Tryggvason vélvirki, járnsmiður, f. 21. janúar 1932 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 9. júní 1995. Hann ólst upp u. Eyjafjöllum.
2. Ingibergur Garðar Tryggvason verkamaður, framkvæmdastjóri, f. 10. febrúar 1933 á Vesturhúsum, d. 13. desember 2013.
3. Guðrún Jóna Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1935 í Neðri-Dal. Hún ólst upp hjá Sigurði Einarssyni og Elínu Jónínu Ingvarsdóttur föðursystur sinni í Austur-Búðarhólshjáleigu, (Hólavatni), í A-Landeyjum.
4. Svanhvít Inga Tryggvadóttir, f. 13. nóvember 1938 á Ásum, (Skólavegi 47). Hún bjó í Danmörku, d. 18. apríl 1996.

Börn Jónu og síðari manns hennar Samúels Ingvarssonar:
5. Ásta Gréta Samúelsdóttir fulltrúi, f. 20. janúar 1949 á Rauðafelli.
6. Tryggvi Óskar Samúelsson bifreiðastjóri, f. 16. febrúar 1952 á Rauðafelli.
7. Bjarni Samúelsson bifreiðastjóri, f. 3. ágúst 1956 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.

Börn Samúels af fyrra hjónabandi:
1. Jenný Sigríður Samúelsdóttir, f. 23. febrúar 1936 á Stað við Helgafellsbraut 10, býr í Gautaborg.
2. Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1937 á Jaðri við Vestmannabraut 6, býr í Eyjum.
3. Stúlka, f. 10. júlí 1943 á Bifröst við Bárugötu 11, d. 8. desember 1943.

Garðar var með foreldrum sínum, en missti föður sinn, er hann var tólf ára.
Hann stundaði sjó, vann við fiskiðnað, rak smurstöð og var bæjarstarfsmaður.
Hann söng í Samkór Vestmannaeyja og stóð að stofnun Harmonikkufélags Vestmannaeyja.
Þau Kolbrún giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b, í Pétursborg við Vestmannabraut 56, á Foldahraun 70, í Steini við Miðstræti 15 og á Áshamri, fluttust til Reykjavíkur árið 2000.
Ingibergur Garðar lést 2012.

I. Kona Ingibergs Garðars, (26. desember 1954), er Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936 á Grundarhóli á Húsavík.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Friðrik Garðarsson flugvirki, f. 20. febrúar 1955. Kona hans Jayne Garðarsson.
2. Valgeir Örn Garðarsson garðyrkjumaður, f. 20. ágúst 1957, d. 9. mars 1998, ókvæntur.
3. Jóna Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 3. mars 1959. Maður hennar Ágúst Guðmundsson.
4. Vilhjálmur Kristinn Garðarsson grafískur hönnuður í Danmörku, f. 3. september 1960. Kona hans Bente Höjgaard Garðarsson.
5. Sigurjón Ingi Garðarsson tölvunarfræðingur, f. 16. júlí 1970. Kona hans Erna Kristjánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.