Tryggvi Óskar Samúelsson
Tryggvi Óskar Samúelsson bifreiðastjóri fæddist 16. febrúar 1952 á Rauðafelli.
Foreldrar hans Samúel Ingvarsson, sjómaður, verkamaður, bóndi, f. 7. september 1908, d. 15. desember 1993, og síðari kona hans Arnfríður Jóna Sveinsdóttir, húsfreyja, f. 6. maí 1912, d. 8. ágúst 1994.
Þau Halldóra Hafdís giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Þorlákshöfn, en búa nú á Seltjarnarnesi.
I. Kona Tryggva Óskars er Halldóra Hafdís Hafsteinsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 30. desember 1953. Foreldrar hennar Guðmundur Hafsteinn Sigurgeirsson, f. 16. september 1930, d. 19. apríl 2012, og Hróðný Gunnarsdóttir, f. 11. maí 1936, d. 1. maí 2008.
Börn þeirra:
1. Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, f. 1. mars 1971.
2. Hróðný Mjöll Tryggvadóttir, f. 25. október 1974.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Tryggvi Óskar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.