Silja Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Silja Ágústsdóttir, húsfreyja, bóndi á Hólmum í A.-Landeyjum, fæddist 16. desember 1973.
Foreldrar hennar Rögnvaldur Ágúst Hreggviðsson, húsasmíðameistari, f. 13. júlí 1937, og kona hans Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir, húsfreyja, f. 30. nóvember 1937.

Börn Huldu og Ágústs:
1. Ásta Jakobína Ágústsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, vinnur á tannlæknastofu, f. 18. janúar 1955. Maður hennar Jóhannes Long Lárusson.
2. Inga Steinunn Ágústsdóttir húsfreyja, starfsmaður við aðhlynningu fatlaðra, f. 21. apríl 1958. Maður hennar Jóel Gunnarsson .
3. Hreggviður Ágústsson húsasmíðameistari, f. 26. apríl 1963. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
4. Bjarki Ágústsson tannlæknir, f. 13. júní 1968. Fyrrum kona hans Elísabet Sigurðardóttir.
5. Leiknir Ágústsson garðyrkjufræðingur, f. 16. desember 1973. Kona hans Tinna Björk Halldórsdóttir.
6. Silja Ágústsdóttir húsfreyja, bóndi á Hólmum í A-Landeyjum, f. 16. desember 1973. Maður hennar Axel Þór Sveinbjörnsson.

Þau Axel Þór hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum í 1992-2002, búa nú á Hólmum.

I. Sambúðarmaður Silju er Axel Þór Sveinbjörnsson úr A.-Landeyjum, sjómaður, bóndi, f. 9. júlí 1972. Foreldrar hans Sveinbjörn Benediktsson bóndi á Krossi í A.-Landeyjum, f. 2. nóvember 1944 og önnur kona hans Olga Soffía Axelsdóttir Thorarensen húsfreyja, bóndi, f. 5. október 1945.
Börn þeirra:
1. Bjarki Axelsson, f. 9. júní 1993.
2. Olga Axelsdóttir, f. 26. maí 1998.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Silja.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.