Bjarki Ágústsson (tannlæknir)
Bjarki Ágústsson tannlæknir fæddist 13. júní 1968 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Rögnvaldur Ágúst Hreggviðsson húsamíðameistari, f. 13. júlí 1937, og kona hans Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1937, d. 20. febrúar 2023.
Börn Huldu og Ágústs:
1. Ásta Jakobína Ágústsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, vinnur á tannlæknastofu, f. 18. janúar 1955. Maður hennar Jóhannes Long Lárusson.
2. Inga Steinunn Ágústsdóttir húsfreyja, starfsmaður við aðhlynningu fatlaðra, f. 21. apríl 1958. Maður hennar Jóel Gunnarsson .
3. Hreggviður Ágústsson húsasmíðameistari, f. 26. apríl 1963. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
4. Bjarki Ágústsson tannlæknir, f. 13. júní 1968. Fyrrum kona hans Elísabet Sigurðardóttir.
5. Leiknir Ágústsson garðyrkjufræðingur, f. 16. desember 1973. Kona hans Tinna Björk Halldórsdóttir.
6. Silja Ágústsdóttir húsfreyja, bóndi á Hólmum í A-Landeyjum, f. 16. desember 1973. Maður hennar Axel Þór Sveinbjörnsson.
Bjarki varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1988, lauk tannlæknaprófi (varð cand. odont.) í HÍ 17. júní 1998. Hann fékk tannlæknaleyfi 27. júlí 1998.
Hann var háseti á Gjafari VE 600 1988-1990 og á ýmsum skipum í námshléum til 1995.
Bjarki vann á tannlæknastofu Sigríðar Rósu Víðisdóttur í Rvk frá maí 1998 til 2000. Hann rak eigin tannlæknastofu í Hafnarfirði frá sumri 1999, vann hlutastarf á tannlæknastofu Egils Jónssonar frá september 2000 til 2002.
Félags- og trúnaðarstörf: Í stjórn Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum 1986-1988, í stjórn Félags íslenskra tannlæknanema 1995-1997, var þar formaður 1996-1997 og átti þá sæti í deildarráði tannlæknadeildar HÍ.
Þau Elísabet hófu sambúð 1996, eignuðust eitt barn, en slitu sambúð 2002.
Þau Malgorzata giftu sig 2004. Bjarki býr í Danmörku.
I. Sambúðarkona Bjarka, slitu, var Elísabet Sigurðardóttir lögfræðingur, héraðsdómslögmaður, f. 27. nóvember 1973, d. 11. mars 2010. Foreldrar hennar Sigurður Sigurðsson M.Phil, byggingaverkfræðingur í Garðabæ, f. 16. mars 1945, og kona hans Guðríður Einarsdóttir lyfjafræðingur, f. 2. nóvember 1948.
Barn þeirra:
1. Tara Mist Bjarkadóttir, f. 23. júlí 1999.
II. Kona Bjarka, (28. ágúst 2004), er Malgorzata Ewa Veronika Kuzminska Ágústsson viðskiptafræðingur (Engineer in Management of Marketing and Production) frá Politechnica Szcecinska. Foreldrar hennar Boguslaw Kuzminska rafeindavirki, f. 24. mars 1949, og kona hans Teresa Beata Kuzminska kennari, f. 26. nóvember 1950.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.