Hörður Guðjónsson (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hörður Guðjónsson , sjómaður, rekur nú bændagistingu í Nesjum í Hornafirði, A-Skaft., fæddist 16. janúar 1955 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Guðjón Kristinn Kristinsson frá Miðhúsum, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 29. nóvember 1917, d. 28. mars 1975, og kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 22. júlí 1925, d. 24. október 1992.

Börn þeirra:
1. Jensína María Guðjónsdóttir, f. 24. janúar 1949. Maður hennar Ágúst Karlsson.
2. Ólafur Friðrik Guðjónsson, f. 26. júní 1951 á Hvoli. Barnsmóðir hans Kristný Hulda Guðlaugsdóttir. Barnsmóðir hans María Tegeder. Kona hans Árný Heiðarsdóttir.
3. Hörður Guðjónsson, f. 16. janúar 1955.
4. Hrefna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1956. Maður hennar Sigurður Árni Sigurbergsson, látinn. Maður hennar Ólafur Guðmundsson.
5. Baldur Björn Guðjónsson, f. 16. ágúst 1958, drukknaði 4. júlí 1963.
6. Bryndís Guðjónsdóttir, f. 4. júní 1960.
Barn Guðjóns og Þuríðar Olsen fyrri konu hans:
7. Matthías Guðjónsson sjómaður, f. 14. ágúst 1938, d. 19. mars 1984.

Þau Sólveig Þóra giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Áshamar 27. Þau skildu.
Þau Sigurbjörg hófu sambúð, eiga ekki börn saman. Þau reka bændagistingu í Nesjum í A.-Skaft.

I. Fyrrum kona Harðar er Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir, f. 7. maí 1959. Foreldrar hennar Arnfinnur Friðriksson, f. 22. ágúst 1939, d. 18. ágúst 2018, og Steinunn Pálsdóttir, f. 17. febrrúar 1940.
Börn þeirra:
1. Finnur Freyr Harðarson, f. 6. desember 1978.
2. Steinunn Hödd Harðardóttir, f. 28. janúar 1986.

II. Sambúðarkona Harðar er Sigurbjörg Helgadóttir, f. 7. janúar 1954. Foreldrar hennar Helgi Guðmundsson, f. 14. apríl 1904, d. 2. febrúar 1981, og Heiðveig Guðlaugsdóttir, f. 13. september 1919, d. 22. nóvember 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.