Ólafur Friðrik Guðjónsson
Ólafur Friðrik Guðjónsson frá Hvoli við Urðaveg, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 26. júní 1951 og hrapaði til bana 1. júlí 2023.
Foreldrar hans voru Guðjón Kristinsson frá Miðhúsum, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 29. nóvember 1917, d. 28. mars 1975, og kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 22. júlí 1925, d. 24. október 1992.
Börn þeirra:
1. Jensína María Guðjónsdóttir, f. 24. janúar 1949. Maður hennar Ágúst Karlsson.
2. Ólafur Friðrik Guðjónsson, f. 26. júní 1951 á Hvoli. Barnsmóðir hans Kristný Hulda Guðlaugsdóttir. Barnsmóðir hans María Tegeder. Kona hans Árný Heiðarsdóttir.
3. Hörður Guðjónsson, f. 16. janúar 1955.
4. Hrefna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1956. Maður hennar Sigurður Árni Sigurbergsson, látinn. Maður hennar Ólafur Guðmundsson.
5. Baldur Björn Guðjónsson, f. 16. ágúst 1958, drukknaði 4. júlí 1963.
6. Bryndís Guðjónsdóttir, f. 4. júní 1960.
Barn Guðjóns og Þuríðar Olsen fyrri konu hans:
7. Matthías Guðjónsson sjómaður, f. 14. ágúst 1938, d. 19. mars 1984.
Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var gagnfræðingur, lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1972.
Ólafur var sjómaður, á ýmsum bátum, síðar útgerðarmaður.
Hann eignaðist barn með Kristnýju 1970.
Hann eignaðist barn með Maríu 1971.
Þau Árný giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Brekkugötu 3.
Ólafur Friðrik hrapaði til bana í Ysta-Kletti 2023.
I. Barnsmóðir Ólafs var Kristný Hulda Guðlaugsdóttir verslunar- og fiskiðnaðarkona, f. 4. ágúst 1954, d. 18. júlí 2004.
Barn þeirra:
1. Lilja Kristín Ólafsdóttir, f. 28. maí 1970. Maður hennar Bjarni Benediktsson.
II. Barnsmóðir Ólafs er María Tegeder f. 5. nóvember 1952.
Barn þeirra:
2. Diljá Tegeder Ólafsdóttir, f. 21. september 1971.
III. Kona Ólafs er Árný Heiðarsdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1955. Foreldrar hennar Sigvaldi Heiðar Árnason, f. 4. september 1933, d. 10. janúar 1979, og Inga Hallgerður Ingibergsdóttir, f. 21. maí 1937, d. 12. desember 1990.
Börn þeirra:
3. Karen Inga Ólafsdóttir, f. 15. júní 1976. Maður hennar Sæþór Orri Guðjónsson.
4. Guðjón Kristinn Ólafsson, f. 16. mars 1978. Barnsmóðir hans Tinna Ágústsdóttir.
5. Árni Óli Ólafsson, f. 13. júlí 1983. Barnsmóðir hans Védís Guðmundsdóttir. Kona hans Elva Björk Bjarnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. júlí 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.