Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 7. maí 1959.
Foreldrar hennar Arnfinnur Friðriksson, f. 22. ágúst 1939, d. 18. ágúst 2018, og Steinunn Pálsdóttir, f. 17. febrúar 1940.

Þau Hörður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Áshamar 27. Þau skildu.
Þau Guðmundur Jóhann giftu sig, hafa eignast eitt barn. Þau búa við Dverghamar 35.

I. Fyrrum maður Sólveigar Þóru er Hörður Guðjónsson sjómaður, rekur nú bændagistingu í Nesjum í Hornafirði, f. 16. janúar 1955.
Börn þeirra:
1. Finnur Freyr Harðarson, f. 6. desember 1978.
2. Steinunn Hödd Harðardóttir, f. 28. janúar 1986.

II. Maður Sólveigar er Guðmundur Jóhann Gíslason frá Akureyri, sjómaður, bifreiðastjóri, kranastjóri, f. 16. september 1954. Foreldrar hans Gísli Guðmundsson, f. 4. nóvember 1926, d. 16. apríl 1994, og Jóna Berta Jónsdóttir, f. 6. október 1931, d. 2. apríl 2017.
Barn þeirra:
3. Eydís Ögn Guðmundsdóttir, f. 16. ágúst 1999.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.