Matthías Guðjónsson (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Matthías

Matthías Guðjónsson fæddist 14. ágúst 1938 og lést 19. mars 1984. Hann lést um borð í Valdimari Sveinssyni sem var að veiðum austan við Eyjar. Foreldrar Matthíasar voru Guðjón Kristinsson kenndur við Hvol og Þuríður Olsen frá Sandfelli.

Árið 1959 kvæntist Matthías Lilju Alexandersdóttur frá Siglufirði. Þau eignuðust fjögur börn: Alexander, Þuríði Ósk, Guðjón Kristin og Lilju. Þeirra fyrsta heimili var í Fagurlyst, síðar á Boðaslóð 6 þar til þau keyptu Minna-Núp við Brekastíg. Árið 1969 keyptu þau Miðhús sem var æskuheimili Matthíasar. Eftir gos bjuggu þau á Heiðarvegi 28 (Verkamannabústöðunum).

Sem unglingur byrjaði Matthías á sjó og var hann á sjó allt þar til hann lést. Hann starfaði ötullega að félagsmálum sjómanna, var í sjómannadagsráði 1971-1976 og átti sæti í fulltrúaráði Verðanda frá árinu 1975 og þar til hann lést.

Myndir



Heimildir

  • Ólafur Sveinbjörnsson: Minningargrein um Matthías Guðjónsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1984.