Ólafur Guðmundsson (vélfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, vélvirki fæddist 7. nóvember 1952 á Sjh.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri, birgðavörður, f. 23. ágúst 1918, d. 4. mars 2002, og kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925, d. 6. ágúst 2021.

Börn Guðrúnar og Guðmundar Kristins:
1. Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. Kona hans Sveininna Ásta Bjarkadóttir, látin. Sambúðarkona hans er Pálína Úranusdóttir.
2. Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Lilja Júlíusdóttir, látin. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
3. Sigurjón Guðmundsson bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.
4. Guðni Guðmundsson tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Þórdís Njarðardóttir.
5. Sigrún Guðmundsdóttir matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13. Maður hennar Bergur Helgason.

Ólafur var með foreldrum sínum.
Hann lauk 2. stigi vélstjóra í Eyjum 1971 og 4. stigi í Vélskóla Íslands 1973, sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Völundi hf. 1976, öðlaðist meistararéttindi 1983.
Ólafur var 2. vélstjóri hjá Fiskiðjunni á Ver VE 77 sumarið 1970, hjá Stíganda hf. á Stíganda VE 77 1971, 2/1. vélstjóri á Blátindi VE sumarið 1972 og 2. vélstjóri á Gunnari Jónssyni VE sumarið 1975. Hann var vélvirkjanemi í Völundi 1974-1976, var 1. vélstjóri hjá Hraðfrystistöðinni á Bjarnarey VE 501 1976-1981, síðan vélstjóri hjá fyrirtækinu til 1987, verkstjóri frá 1987, en frá sameiningu þess við Ísfélagið 1992, hefur hann verið verkstjóri og forstöðumaður vélaverkstæðis þess.
Hann hefur setið í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja, setið í ýmsum nefndum fyrir félagið, félagi í Kiwanis-klúbbnum Helgafelli.
Þau Lilja giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap á Núpi í Fljótshlíð, fluttu til Eyja 1975, bjuggu við Ásaveg 32.
Lilja lést 2011.
Þau Hrefna giftu sig 2015, eignuðust ekki börn saman, en hún á fjögur börn frá fyrra sambandi.

I. Kona Ólafs, (21. maí 1977), var Lilja Júlíusdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, verslunarmaður, f. 25. desember 1951, d. 10. maí 2011. Foreldrar hennar Júlíus Fjeldsted Óskarsson bóndi, síðan húsvörður, f. 15. apríl 1914 á Hellissandi, d. 30. september 1992, og kona hans Guðmunda Erlendsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 27. október 1920, d. 15. maí 1984.
Börn þeirra:
1. Júlía Ólafsdóttir leikskólastjóri í Eyjum, f. 6. desember 1972 í Keflavík.
2. Guðmundur Ólafsson rafvirki, býr í Eyjum, f. 14. júlí 1974 í Rvk.
3. Helgi Ólafsson skrifstofumaður, f. 9. apríl 1981 í Eyjum.

II. Kona Ólafs, (20. ágúst 2015), er Hrefna Guðjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður í þjónustuíbúðum fatlaðra í Eyjum, f. 16. ágúst 1956. Börn hennar:
4. Ásgeir Sigurðsson bifvélavirki, f. 24. maí 1978. Fyrrum kona hans Elsa Alfreðsdóttir.
5. Guðbjörg Sigurðardóttir kennari, f. 16. desember 1983. Maður hennar Sigurður Jónsson.
6. Kristín Sigurðardóttir kennari, f. 16. desember 1983. Maður hennar Jón Gunnar Gunnarsson.
7. Bergur Sigurðsson leiðsögumaður, f. 15. apríl 1992. Sambýliskona Sigríður Embla Heiðmarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 20. ágúst 2021. Minning Guðrúnar Sigurjónsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.