Guðrún Kristmannsdóttir (Skjaldbreið)
Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir (Dúra) frá Skjaldbreið við Urðaveg 36, húsfreyja fæddist þar 16. febrúar 1941 og lést 30. nóvember 2022 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Kristmann Magnússon frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, smiður, f. 2. október 1899, d. 29. desember 1996, og kona hans Sigríður Rósa Sigurðardóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja, verkakona, hannyrðakona, f. 29. júlí 1915, d. 3. júlí 2000.
Börn Sigríðar Rósu og Kristmanns:
1. Hólmfríður Kristmannsdóttir húsfreyja, bóndi í Vopnafirði, f. 1. mars 1940 á Skjaldbreið.
2. Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 16. febrúar 1941 á Skjaldbreið, d. 30. nóvember 2022.
3. Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.
4. Ómar Kristmannsson sjómaður, starfsmaður Vita- og hafnarmálaskrifstofu, f. 5. október 1949 á Skjaldbreið.
5. Magnús Kristmannsson húsasmíðameistari, kennari við fjölbraut, f. 6. september 1953 á Vallargötu 12.
6. Ólafur Kristmannsson húsasmíðameistari, f. 7. ágúst 1955 á Vallargötu 12.
7. Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, kennari, f. 17. október 1958.
8. Birgir Kristmannsson málarameistari, f. 17. október 1958.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf, við fiskiðnað, ræstingar á hóteli og afgreiðslu á pósthúsi, en að síðust starfaði hún í mörg ár í eldhúsi Hraunbúða.
Þau Einar giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Miðstræti 5, en í Baldurshaga í Þykkvabæ 1967-1972. Þau bjuggu síðan í Hveragerði, Þorlákshöfn og fluttu til Eyja 1980.
Þau skildu 1982.
Guðrún bjó á Áshamri 75 1986, en dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hún lést 2022.
I. Maður Guðrúnar, (16. maí 1964, skildu 1982), er Einar Ólafur Pétursson Brekkan vélvirki, f. 7. júlí 1940.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Einarsdóttir starfsmaður á Hellu, Rang., f. 1. janúar 1964. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Gunnar Kristjánsson.
2. Rósa Brekkan bókari í Reykjavík, f. 23. apríl 1966. Fyrrum sambúðarmaður og barnsfaðir Magnús Heiðar Bjarnason.
3. Pétur Einarsson Brekkan verkstjóri í Svíþjóð, f. 22. ágúst 1968. Kona hans Una Rós Evudóttir.
4. Kristmann Einarsson rennismiður í Hafnarfirði, f. 28. apríl 1975. Kona hans Bergþóra Fjóla Malmquist Úlfarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. desember 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.