Hólmfríður Kristmannsdóttir (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hólmfríður Kristmannsdóttir, húsfreyja, bóndi í Vopnafirði fæddist 1. mars 1940 á Skjaldbreið.
Foreldrar hennar voru Kristmann Magnússon frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, smiður, f. 2. október 1899, d. 29. desember 1996, og kona hans Sigríður Rósa Sigurðardóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja, verkakona, hannyrðakona, f. 29. júlí 1915, d. 3. júlí 2000.

Börn Sigríðar Rósu og Kristmanns:
1. Hólmfríður Kristmannsdóttir húsfreyja, bóndi í Vopnafirði, f. 1. mars 1940 á Skjaldbreið.
2. Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 16. febrúar 1941 á Skjaldbreið, d. 30. nóvember 2022.
3. Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.
4. Ómar Kristmannsson sjómaður, starfsmaður Vita- og hafnarmálaskrifstofu, f. 5. október 1949 á Skjaldbreið.
5. Magnús Kristmannsson húsasmíðameistari, kennari við fjölbraut, f. 6. september 1953 á Vallargötu 12.
6. Ólafur Kristmannsson húsasmíðameistari, f. 7. ágúst 1955 á Vallargötu 12.
7. Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, kennari, f. 17. október 1958.
8. Birgir Kristmannsson málarameistari, f. 17. október 1958.

Þau Guðmundur giftu sig, eignuðust fjögur börn, en tvö þeirra eru látin.

I. Maður Hólmfríðar er Guðmundur Wiium Stefánsson, bóndi, f. 16. júní 1940. Foreldrar hans Stefán Gunnlaugur Guðmundsson, f. 3. júní 1906, d. 22. mars 1966, og Sveinbjörg Ingileif K. Wiium, f. 22. febrúar 1907, d. 18. desember 2004.
Börn þeirra:
1. Sigríður Edda Wiium Guðmundsdóttir, f. 21. ágúst 1964.
2. Stefán Gunnlaugur Guðmundsson, f. 14. júní 1966, d. 26. ágúst 2005.
3. Harpa Wiium Guðmundsdóttir, f. 27. mars 1971.
4. Hólmar Ingi Guðmundsson, f. 22. desember 1978, d. 28. desember 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.