Ásta Kristmannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, kennari fæddist 17. október 1958.
Foreldrar hennar voru Kristmann Magnússon frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, smiður, f. 2. október 1899, d. 29. desember 1996, og kona hans Sigríður Rósa Sigurðardóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja, verkakona, hannyrðakona, f. 29. júlí 1915, d. 3. júlí 2000.

Börn Sigríðar Rósu og Kristmanns:
1. Hólmfríður Kristmannsdóttir húsfreyja, bóndi í Vopnafirði, f. 1. mars 1940 á Skjaldbreið.
2. Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 16. febrúar 1941 á Skjaldbreið, d. 30. nóvember 2022.
3. Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.
4. Ómar Kristmannsson sjómaður, starfsmaður Vita- og hafnarmálaskrifstofu, f. 5. október 1949 á Skjaldbreið.
5. Magnús Kristmannsson húsasmíðameistari, kennari við fjölbraut, f. 6. september 1953 á Vallargötu 12.
6. Ólafur Kristmannsson húsasmíðameistari, f. 7. ágúst 1955 á Vallargötu 12.
7. Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, kennari, f. 17. október 1958.
8. Birgir Kristmannsson málarameistari, f. 17. október 1958.

Ásta lauk verslunarnámi í Framhaldsskólanum í Eyjum, lauk kennaranámi í KHÍ.
Hún hefur kennt í Barnaskólanun frá 2006.
Þau Sigmar giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Illugagötu.

I. Maður Ástu, (27. desember 1980), er Sigmar Gíslason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, byggingaverktaki, f. 27. desember 1957.
Börn þeirra:
1. Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir geislafræðingur, f. 17. júlí 1980. Maður hennar Hlynur Bjarnason.
2. Gísli Matthías Sigmarsson vélstjóri, f. 28. febrúar 1992. Sambúðarkona hans Barbora Gorová.
3. Sæþór Birgir Sigmarsson vélstjóri, f. 10. ágúst 1994. Sambúðarkona hans Karen Ósk Kolbeinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ásta og Sigmar
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.