Einar Ó. Pétursson (vélvirki)
Einar Ólafur Pétursson Brekkan frá Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi, Rang., vélvirki fæddist 7. júlí 1940.
Foreldrar hans voru Pétur Ásmundsson Brekkan bóndi, bókavörður, ritstjóri, f. 4. maí 1897 á Brekkulæk í Miðfirði, V.-Hún., d. 9. febrúar 1967, og sambúðarkona hans Ingibjörg Einarsdóttir frá Bæ í Lóni, A.-Skaft., húsfreyja, f. þar 14. júlí 1908, d. 20. júlí 1953.
Einar lærði vélvirkjun, rennismíði, vann í Magna og hjá Skipalyftunni. Síðar vann hann í Reykjavík .
Þau Guðrún giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Vallargötu 12, í Hlíðarhhúsi við Miðstræti 5B, en í Baldurshaga í Þykkvabæ 1967-1972. Þau bjuggu síðan í Hveragerði og í Þorlákshöfn og fluttu til Eyja 1980.
Þau skildu 1982.
Einar bjó í Víðidal við Vestmannabraut 33 1986, flutti til Reykjavíkur.
I. Kona Einars, (16. maí 1964, skildu 1982), var Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, starfsmaður Hraunbúða, f. 16. febrúar 1941, d. 30. nóvember 2022 í Hraunbúðum.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Einarsdóttir starfsmaður á Hellu, Rang., f. 1. janúar 1964. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Gunnar Kristjánsson.
2. Rósa Brekkan bókari í Reykjavík, f. 23. apríl 1966. Fyrrum sambúðarmaður og barnsfaðir Magnús Heiðar Bjarnason.
3. Pétur Einarsson Brekkan verkstjóri í Svíþjóð, f. 22. ágúst 1968. Kona hans Una Rós Evudóttir.
4. Kristmann Einarsson rennismiður í Hafnarfirði, f. 28. apríl 1975. Kona hans Bergþóra Fjóla Malmquist Úlfarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. desember 2022. Minning Guðrúnar.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.