Margrét Jónsdóttir (Skuld)
Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Skuld fæddist 4. nóvember 1885 og lést 29. september 1980.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson frá Búð, vinnumaður, flutti til Vesturheims um 1890, f. 18. september 1863, d. um 1895 í Vesturheimi og Guðfinna Egilsdóttir, síðar húsfreyja í Oddsparti í Djúpárhreppi, en síðast í Eyjum, f. 19. nóvember 1864, d. 14. september 1964.
Fósturforeldrar Margrétar voru Vigfús Guðmundsson bóndi í Hákoti í Djúpárhreppi, f. 22. október 1846, d. 11. desember 1893, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 2. janúar 1855 í Rimakoti í Þykkvabæ, d. 1. maí 1936.
Margrét var með fósturforeldrum sínum, en Vigfús fósturfaðir hennar lést 1893. Hún ólst upp hjá Guðrúnu og Guðmundi Árnasyni, síðari manni hennar og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1902 og síðan að Guðlaugsstöðum í Garði, Gull. 1905.
Þau Stefán giftu sig 1906, eignuðust Guðrúnu í Reykjavík 1908 og fluttu til Eyja á því ári.
Stefán og Sigurður Oddsson höfðu reist Skuld og fluttu hjónin í vesturendann, en Sigurður og Ingunn fluttu í austurendann. Þar bjuggu fjöskyldurnar síðan.
Þau Stefán eignuðust sjö börn, en misstu þrjú þeirra á fjórum dögum í febrúar 1920. Auk barnanna fluttust til þeirra Guðfinna móðir Margrétar og Guðrún fósturmóðir hennar. Fjöldi starfsmanna við útveg Stefáns var til heimilis hjá hjónunum á vertíðum.
Stefán lést 1957. Margrét hélt áfram heimili fyrir Magnús Þ. Jakobsson, sem leigt hafði hjá þeim árum saman. Þegar hann lést 1970, brá Margrét búi og flutti til dætra sinna. Dvaldi hún hjá þeim til skiptis, en þó lengst hjá Eygló.
Margrét dvaldi á Sjúkrahúsinu frá hausti 1979 og lést 1980.
I. Maður Margrétar, (1906), var Stefán Björnsson frá Bryggjum í A-Landeyjum, útvegsbóndi og skipstjóri, f. 16. júli 1878, d. 11. mars 1957.
Börn þeirra:
1. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.
2. Guðríður Eygló Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, kaupmaður, f. 4. ágúst 1911, d. 10. október 1980.
3. Stefanía Stefánsdóttir, f. 20. desember 1913, d. 28. febrúar 1920.
4. Kolbeinn Stefánsson sjómaður, verslunarmaður, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
5. Bernódus Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 26. febrúar 1920.
6. Björn Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 29. febrúar 1919.
7. Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. október 1980. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.