Guðrún Stefánsdóttir (Skuld)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Stefánsdóttir.

Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja fæddist 30. júní 1908 í Reykjavík og lést 23. ágúst 2009.
Foreldrar hennar voru Stefán Björnsson frá Bryggjum í A-Landeyjum, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. júlí 1878, d. 11. mars 1957, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Hákoti í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 4. nóvember 1885, d. 29. september 1980.

Börn Margrétar og Stefáns:
1. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.
2. Guðríður Eygló Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, kaupmaður, f. 4. ágúst 1911, d. 10. október 1980.
3. Stefanía Stefánsdóttir, f. 20. desember 1913, d. 28. febrúar 1920.
4. Kolbeinn Stefánsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, verslunarmaður, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
5. Bernódus Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 26. febrúar 1920.
6. Björn Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 29. febrúar 1919.
7. Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.

Guðrún var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja á fæðingarári sínu.
Þau Helgi giftu sig 1928, eignuðust 8 börn. Þau bjuggu í fyrstu í Einbúa við Bakkastíg3, þá á Grímsstöðum við Skólaveg 27. Þau byggðu húsið við Heiðarveg 20 og bjuggu þar síðan.
Helgi lést 1971.
Guðrún dvaldi síðast á á hjúkrunarheimilinu Eir.
Hún lést 2009.

I. Maður Guðrúnar, (26. maí 1928), var Helgi Benediktsson athafnamaður, kaupmaður, útgerðarmaður, hótelrekandi, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971.
Börn þeirra:
1. Stefán Helgason útgerðarstjóri, ökukennari, f. 16. maí 1929 í Einbúa, d. 30. apríl 2000. Kona hans Sigríður Bjarnadóttir, látin.
2. Sigtryggur Helgason viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 5. september 1930 í Einbúa, d. 14. september 2012. Kona hans Halldóra Guðmundsdóttir, látin.
3. Guðmundur Helgason útvarpsvirki, f. 12. maí 1932 í Einbúa, d. 15. maí 1953. Barnsmóðir hans Erla Karlsdóttir.
4. Páll Helgason ferðamálafrömuður, f. 14. júní 1933 í Einbúa. Kona hans Eva Bryndís Karlsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Wandee Kudpho.
5. Helgi Helgason nemi, f. 31. október 1938 á Grímsstöðum, d. 28. ágúst 1960.
6. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. febrúar 1943 á Grímsstöðum, d. 9. júlí 2022. Maður hennar Finnur Agnar Karlsson, látinn.
7. Arnþór Helgason framkvæmdastjóri, tónlistarmaður, rithöfundur, vináttusendiherra, f. 5. apríl 1952 á Heiðarvegi 20. Kona hans Elín Árnadóttir.
8. Gísli Helgason tónlistarmaður, hljóðmeistari, f. 5. apríl 1952 á Heiðarvegi 20. Kona hans Herdís Hallvarðsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.