Eygló Stefánsdóttir (Skuld)
Guðríður Eygló Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, ljósmyndasmiður, kaupmaður fæddist þar 4. ágúst 1911 og lést 10. október 1980.
Foreldrar hennar voru Stefán Björnsson frá Bryggjum í A-Landeyjum, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. júlí 1878, d. 11. mars 1957, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Hákoti í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 4. nóvember 1885, d. 29. september 1980.
Börn Margrétar og Stefáns:
1. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.
2. Guðríður Eygló Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, kaupmaður, f. 4. ágúst 1911, d. 10. október 1980.
3. Stefanía Stefánsdóttir, f. 20. desember 1913, d. 28. febrúar 1920.
4. Kolbeinn Stefánsson, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
5. Bernódus Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 26. febrúar 1920.
6. Björn Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 29. febrúar 1920.
7. Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.
Eygló var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam ljósmyndun og vann nokkuð við það, þó aðallega framköllun, en stundaði auk þess verslunarrekstur í húsi sínu við Skólaveg.
Þau Ólafur giftu sig 1937, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjulandi, síðan á Kirkjubóli, en að lokum á Skólavegi 13 frá um 1950.
Guðríður Eygló lést 1980.
I. Maður Eyglóar, (31. desember 1937), var Ólafur Rósant Björnsson frá Kirkjulandi, húsgagnasmíðameistari, f. þar 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969.
Börn þeirra:
1. Stefán Björn Ólafsson vélvirkjameistari, einn af stofnendum Vélaverkstæðisins Þórs, f. 14. maí 1938 á Kirkjulandi. Kona hans er Sveinbjörg Óskarsdóttir.
2. Guðjón Bergur Ólafsson vélvirkjameistari, tæknifræðingur, lærður í Danmörku, býr á Álftanesi, f. 13. ágúst 1945 á Kirkjubóli. Fyrri kona hans var Fjóla Einarsdótir, látinn. Síðari kona hans er Margrét Lárusdóttir.
3. Ólafur Örn Ólafsson vélvirkjameistari í Vélaverkstæðinu Þór, síðan umboðsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga í Eyjum, f. 14. janúar 1947 á Skólavegi 13. Kona hans er Hrefna Hilmisdóttir. Þau búa í Kópavogi.
4. Lárus Grétar Ólafsson með próf úr Verslunarskóla Íslands, var umboðsmaður SÍS í Eyjum, síðan rekur hann fyrirtækið Balco í Hafnarfirði, f. 27. mars 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Ólöf Sigurjónsdóttir Melberg.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. október 1980. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.